Úrval - 01.06.1979, Síða 54
52
ÚRVAL
Democritus taldi, að maðurinn ætti dýrunum að þakka
flest það, sem hann hefur afrekað á þróunarferli sínum:
Köngulðin kenndi manninum að vefa, nœturgalinn að
syngja, svalan að byggja sér hús , . .
MAÐURINN LÆRIR AF
NÁTTÚRUNNI
■/’AKvÍnVíBk IN lifandi náttúra er
mikill smiður og líklega
jafnmikill arkitekt. Þótt
maðurinn hafi afrekað
miklu á sviði byggingar-
enn kennt
H
y.
*
*****
listar, þá getur náttúran
honum eitt og annað.
Köngulær hafa ofið vefi sína, sem
eru byggðir upp úr sléttum, grönnum
og sterkum þráðum, í 500 milljón ár.
Býflugur hafa safnað hunangi og
rekið „sameiginlegan búskap” í 50
milljón ár. Maðurinn hefur hins vegar
aðeins verið til í tvær ti) þrjár milljón-
ir ára, og vitræn starfsemi hans á sviði
húsbygginga og skipulagningar þorpa
hófst fyrst fyrir sex eða sjö þúsund
árum, þegar náttúran var lengi búin
að vera ríki hinnar fullkomnu
byggingarlistar.
í náttúrunni er mjög lítið um flöt
form. Laufblöð, krónublöð blóma,
skeljar lindýra og jurtaleggir eru bog-
mynduð, eða snúin upp skrúfulaga.
Þetta gerir þau stöðugri og stinnari.
Þannig myndar náttúran form án þess
að eyða bygginarefni að óþörfu.
Hvernig er hægt að hagnýta
reynslu náttúrunnarí byggingarlist?
I dag reisa arkitektar margar stórar
byggingar með mikilli hvolfvídd:
Hallir fyrir innanhúss íþróttir, kvik-
myndahús, sirkusa, sýningarhallir,
skýli fyrir flugvélar og eldflaugar. í
— Úr Tekjnika i Nauka —