Úrval - 01.06.1979, Page 55
MAÐURINN LÆRIR AF NÁTTÚRUNNI
53
slíkum byggingum cr ekki hægt að
hafa burðarsúlur undir þakinu. Fjar-
lægðin milli burðarstoða þaksins fer
upp í 200-300 metra, þannig að efnið
í þakinu verður að vera létt. Þeim
mun lengra sem hafíð er, þeim mun
léttari verður hver fermetri þaksins að
vera. í gamalli byggingarlist var fylgt
andstæðri reglu: Því víðara sem hvolf-
þakið var, þeim mun sterklegar var
það byggt. Léttleikablæ var náð
fram með byggingarfræðilegum
aðferðum.
Tökum sem dæmi, að í rómversku
hofi frá 2. öld eftir Krist er hvolfþakið
43 metrar í þvermál og tveggja metra
þykkt. í nútíma byggingum með
svipuðu hafí erþakið aðeins4-5 senti-
metra þykkt.
í almenningsgarði í Bakú, höfuð-
borg Azerbadsjan, stendur óvenju-
lega löguð bygging. Þak hennar líkist
stórri sjóskel. Hún er byggð sam-
kvæmt nýjum reglum um súlulausar
byggingar úr nýju léttu efni —
styrktri steinsteypu.
Heimur dýra og plantna er heimur
hreyfingarinnar. Blóm sóleyjarinnar
opnast eins og fallhlíf, en krónublöð
sumra annarra blóma opnast með
snúningi, vindast sundur. Lauf akasí-
unnar vindast til á greinunum til þess
að fylgja eftir sólargeislunum, en hin
„feimna” mímósa lokar blöðum
sínum við létta snertingu handar eða
fall regndropa.
Arkitektar í Kiev eru í samvinnu
við verkfræðinga frá Moskvu og
Karkov að hanna íþróttahöll með
Sjónvarþsturn í Moskvu. Lagið er
með trjástofn að fyrirmynd.
þaki, sem má opna og loka. Séð að
ofan líkist það aster eða gæsablómi,
stækkuðu mörg þúsund sinnum.
Krónublöð þessarar blómlaga íþrótta-