Úrval - 01.06.1979, Síða 59
MAÐURINN LÆRIR AF NÁTTÚRUNNI
57
kulda og eru mjög fjölbreytileg að
útliti, allt frá því að vera eins og lauf
sem leggjast saman, eins og skel eða
blóm.
Hægt er að flytja þau með
flutningabílum, járnbrautum eða
flugvélum. Slík hús eru hentug á
afskekktum svæðum í Sovétríkjun-
um, sem erfitt er að komast til: í
nyrstu héruðum landsins, á eyði-
mörkum og uppi í háfjöllum. Önnur
aðferð til þess að flytja hús sem leggja
má saman, er að varpa út úr þyrlu
sekkjum, sem haldið er uppi af
köðlum, sem festir eru í þyrluna, en
áður en þeir ná til jarðar opnast þeir
og breytast í fullgerð hús með
veggjum, lofti, dyrum og gluggum.
Hagnýting ,,architectural bionics”
hefur einnig aðra þýðingu. í Sovét-
ríkjunum eru mörg hvíldarheimili,
heilsuhæli, gistiheimili fyrir ferða-
menn og ungherjabúðir, sem reist
hafa verið á hinum fegurstu stöðum.
Venjulega er hér um miklar stein-
steypubyggingar að ræða. Margt fólk
heimsækir slíka staði árlega. Gróðri
tekur smám saman að hnigna og
stundum er hann að algerri eyðingu
kominn. Þetta á sérstaklega við um
skóglendi. Ef færanleg hús væru reist
á sumardvalarstöðunum, myndi þessi
þróun aðeins verða tímabundinn.
Eftir nokkur ár mætti flytja húsin til
Það var skel, sem gaf arkítektinum
að veitingahúsinu í Baku bugmynd-
ina.
annarra staða og þannig fengi náttúr-
an tækifæri til þess að endurnýja sig.
„Architectural bionics” getur
einnig hjálpað til þess að leysa hluta
fólksfjölgunarvandamálsins. Sam-
kvæmt varlegri áætlun munu
íbúar jarðarinnar verða orðnir 40
milljarðar eftir 150 ár. í dag þenjast
borgirnar út á við. Ef því er leyft að
halda áfram munu þær brátt þekja
allan hnöttinn og hafa gleypt hina
lifandi náttúru.
Sú skoðun hefur komið fram, að I
stað venjulegra borgakjarna ætti að
reisa allt að þriggja kílómetra háar
byggingar. Slíkar byggingar gætu
rúmað um 200 þúsund manns og í
þeim væru iðnfyrirtæki, leikhús,
skólar, og svo framvegis.
Margar tillögur hafa komið fram
um slíkar „borgabyggingar”. Ýmsar
þeirra byggjast á lögmálum
,,architectural bionics”. Ein þeirra er
skýjakljúfur, sem bandaríski arkitekt-
inn Frank Lloyd Wright hannaði.
Hann er eins og þrístrend nál í
laginu, 528 hæðir og undirstaðan
líkist trjárótakerfinu.
Slíkar byggingar hafa þó einn
stóran ókost: Þær verða að hafa afar
umfangsmikla undirstöðu til þess að
geta staðist storma, alveg eins og tré
eru gildari að neðan, einkanlega, er
þau vaxa á bersvæði.
Ungur arkitekt í Kiev, A. Lazarev,
hefur hannað vindillaga íbúðaháhýsi
þar sem undirstaðan er umfangs-
minni heldur en miðbikið.
Höggdeyfar — sveigjanlegar fjaðrir,