Úrval - 01.06.1979, Page 64
62
ÚRVAL
í GEGNUM
JARÐKÚLUNA
— Dr. Ari Sternfeld, verkfræðingur —
*
*
*
0 hugmynd, að grafa
göng í gegnum jörðina,
hlýtur að hafa skotið upp
kollinum strax og
manninum skildist, að
jörðin er hnöttótt.
En í alvöru, því ekki að reyna að
grafa slík göng?
Að áliti víðkunns sovésks jarð-
fræðings, dr. Dmitri Nalivkin, ,,er
vel framkvæmanlegt að smíða risaeld-
flaug með gífurlegu orkumagni, sem
getur flogið 10-12 þúsund kílómetra
og hægt er að skjót þvert í gegnum
jörðina.”
Hvort sem það tekur hundruð eða
þúsundir ára, þá mun maðurinn fyrr
eða slðar finna einhver ráð til þess að
ryðja sér braut gegnum jörðina. í fjar-
lægri framtíð sé ég mér fyrir
hugskotssjónum göng, sem grafin
hafa verið í gegnum jörðina.
Hvaða gagn munu eftirkomendur
okkar hafa af slíkum göngum?
Gefum ímyndunaraflinu lausan
tauminn.
Gemm okkur í hugarlund, að
göngin séu orðin vemleiki og að vís-
indamenn og verkfræðingar hafi
þegar sigrast á öllum erfiðleikum
samfara gerð þeirra. Að sjálfsögðu
geymir hnötturinn okkar í iðmm sér
milljónir leyndardóma. Hvað fram
fer umhverfis kjarna hennar og í
kjarnanum sjálfum getur enginn
getið sér til um. En eitt er víst: Hita-
stig jarðkjarnans er ákaflega hátt og
öll efni þar em í sérstöku, sennilega