Úrval - 01.06.1979, Síða 70
68
ÚRVAL
augum barnsins míns alveg eins og
mínum, eins og ég hefði aldrei orðið
fullorðinn og hætt að taka eftir þessu.
Tíkin rak íkornann upp í tré og
kom svo hlaupandi til mín. Við
gengum saman gegnum garðinn,
tvær fullorðnar, eðlilegar verur. Mér
varð hugsað til eins af orðaleppunurn
á Lamazenámskeiðinu: „Sjálfút-
þurrkun.” Eitthvað hafði verið
þurrkað út í mér — fötin sem ég
kastaði af mér hefðu alveg eins getað
verið gamalt skinn. Eg var maður
núna, faðir. Eftir fáeina daga myndu
tryggingasalarnir fara að hringja
(,,Steve, ég var að frétta að það hefði
fjölgað hjá þér — til hamingju!”).
Og við myndum fara að fá sýnishorn
af barnasápu með pðstinum. En ein-
mitt núna, þessa stund, var heimur-
inn kyrr og rór, allt beið. Ég ók aftur
til spttalans til að vera hjá fjölskyld-
unniminni. ★
HVE MIKIÐ VEISTU UM HUNDA?
Svaraðu eftirfarandi spurningum með ,,rétt” eða ,,rangt”. Líttu svo
á svörin og berðu saman.
1. Litlir hundar verða venjulega eldri en stórvaxn-
ir hundar.
2. Ef hundstrýni er heitt og þurrt, þýðir það að hundurinn sé
vetkui
3. Hundar eru litblindir.
4. Hund á að baða vikulega.
5 • Hundur sem étur flær er líklegur til að fá bandorma.
6. Hvolpar eru fæddir blindir og heyrnarlausir.
7. Hundar geta smitast af kvefi af fólki og öfugt.
Svör á bls. 127.