Úrval - 01.06.1979, Page 72
70
ÚRVAL
háskóla hafa sýnt, að bakteríukvef og
hálsbólga fluttust milli manna í 11
tilvikum af 15, þegar sýktur maður
tókst í hendur við ósýktan í 10
sekúndur. Aftur á móti var lítið um
smiðun I andrúmslofti, jafnvel þótt
þeir smituðu væru svo dónalegir að
hósta framan í ósmitaða — bara ef
þeir snertust ekki!
ÁFENGI SKAÐAR KONUR MEIRA
EN KARLA
„Konur, sem drekka, taka meiri
áhættu en karlar,” segir Marsha
Morgan, læknir við Royal Free
Hospital í London. ,,Ef við tökum
hóp af kvenkyns áfengissjúklingum
og berum saman við hóp af körlum,
sem drukkið hefur jafn lengi, er hlut-
fall líkamlegs tjóns af völdum
drykkjunnar miklu meira hjá
konunum. ’ ’
Marsha Morgan er sérfræðingur í
áfengissýki og lifrarsjúkdómum, og
hefur unnið mikið að rannsóknum í
þessum málum. Hún tilgreindi eina
rannsókn, sem sýndi að um 80%
kvenkyns áfengissjúkiinga fá skorpu-
lifur, sem er ólæknandi sjúkdómur,
en aðeins 60-65% karla. Konur hafa
líka miklu hærri hlutfalls tölu en
karlar hvað snertir aðra fylgikvilla
ofnotkunar áfengis.
John Grayford læknir, yfirmaður
áfengissjúklingadeildar Warlingham
Park Hospital í Surrey, er á sama máli
og Marsha. Hann segir að kven-
alkóhólistar fái fremur lifrar- og
heilaskemmdir en karl-alkóhólistar.
Hann bendir líka á, að konur eru
miklu fljótari að fara yfir mörkin og
verða áfengissjúklingar heldur en
karlar. ,,Við vitum ekki af hverju það
er, sem konur verða fyrr að áfengis-
sjúklingum, né hvers vegna áfengið
veldur þeim enn meira tjóni en
körlum,” segir Marsha. Hún bætir
því við, að algengasta svarið — að
konur séu smávaxnari en karlar og
þoli því minna — sé ekki rétt.
„Tölurnar sýna, að konur sem drekka
sambærilegt magn áfengis, miðað við
líkamsstærð, og karlar, verða engu að
síður verr úti en þeir.
Marsha Morgan skilgreinir áfengis-
sjúkling þannig, að það sé sá sem
drekkur annað hvort fimm sjússa,
þrjá lítra af bjór eða flösku af léttu
víni — á dag!
Or National Enquirer
BJRÖSTKRABBI EYKST Á ÍS-
LANDI
í grein eftir Hrafn Tulinius yfir-
læknir í Fréttabréfi um heilbrigðis-
mál, sept. 1978, er frá því skýrt, að
krabbamein í brjóstum kvenna hafi
aukist mjög á íslandi af ástæðum sem
eru ekki Ijósar. En staðreynd er, að
því yngri sem konan er þegar hún á
fyrsta barn sitt, því minni em
líkurnar á því að hún fái brjóst-
krabba. Er munurinn hvorki meira né
minna en fjórfaldur þegar bornar em
saman konur sem eiga fyrsta barn sitt