Úrval - 01.06.1979, Page 83
ER HLÝDID BARN ALLTAF BLESSUN?
Si
algerlega milli ungmennisins og
fjölskyldunnar.
Þrjár ályktanir má draga af framan-
sögðu.
í fyrsta lagi, hlýðni er nauðsynleg
til þess að styrkja skapgerð barnsins,
tii þess að tryggja að það láti ekki
stjórnast af skyndihughrifum heldur
af skynsamlegri íhugun, af vitund-
inni um það, að eitthvað , ,verður’ ’ að
gera.
I öðru lagi, við að kenna barninu
hlýðni verða foreldrarnir sjálfir að
temja sér hófsemi, nota fyrirskipanir
hóflega og innan skynsamlegra
marka.
Og loks, eftir að hafa innrætt
barninu hlýðni á ungum aldri, þá er
nauðsynlegt að skipta smám saman
yfir í mildilega orðaðár en, ef
nauðsyn krefur, bjóðandi ráðlegg-
ingar. Hið gagnstæða — að breyta
um frá sjálfræði til óhóflegs strang-
leika gagnvart hálfvöxnum unglingi
— er hættuleg aðferð. ★
„Auðvitað man ég þegar ég sá Charles Bronson í fyrsta sinn. Ég var
úti á veitingastað með manninum mínum, þegar Charles gekk beint
að honum og sagði: „Fyrirgefðu, en ég tel ekki nema sanngjarnt að
segja þér, að ég ætla að giftast konunni þinni. ’ ’ ’ ’
—Jill Ireland (frú Bronson).
Landið okkar er mikilvægara en peningarnir ykkar. Það endist um
alla eilífð. Það eyðileggst ekki einu sinni í logandi eldi. Meðan sólin
skín og vötnin renna, verður landið hér til að gefa manni og dýri líf.
Við getum ekki selt líf manns og dýrs, þess vegna getum við ekki selt
land. Andinn mikli setti það hérna handa okkur og við getum ekki
selt það af því að við eigum það ekki. Þið getið talið peningana ykkar
og brennt þeim hraðar en vísundur getur sett undir sig hausinn, en
aðeins andinn mikli getur talið sandkornin og grasstráin á sléttunum.
Við munum fúslega gefa ykkur allt sem við eigum og þið getið tekið
með ykkur, en aldrei landið.
Svanfótur höfðingi — skrásett
úr ræðu á samningafundi indjána
og stjórnarerindreka á síðustu öld.
„Ég kom ekki hingað til að láta segja mér að ég væri að brenna
kertið mitt frá báðum endum,” sagði sjúklingurinn við lækmnn.
„Ég kom til að sækja mér meira vax.”
Spokes