Úrval - 01.06.1979, Page 88
86
ÚRVAL
Þegar höfundur þessarar frásagnar var formaður nefndar þeirrar er
skipulagði sýningarför ,, Gersema Tútankammons'' um
Bandaríkin (egyptar sendu gersemarnar til sýningar þar á afmcelis-
án Bandaríkjanna), komst hann að þvíað sögum um fundþeirra
fyrir 56 árum og uppgröftinn síðan bar ekkisaman. Hoving varþá
framkvæmdastjðri Metropolitan Museum of Art í New York, og
hafði góða aðstöðu til þess að kanna þau gögn, sem til eru frá
þessum tíma. Hann tók sér fyrir hendur að komast að þvíhvernig
þeita var íraun og veru, og fann fljótlega hundruðgagna, rykfall-
in og ókönnuð — bréf, teikningar og dagbækur, allt með rithönd
þeirra, sem sjálfir stóðu íeldlínunni. A þessum gögnum er sagan
grundvölluð, sagan, sem nú er í fyrsta sinn sögð af nákvæmni
með sannleiksástina að leiðarljósi.
ÍM AÐ VAKTI heims-
(ij athygli, þegar grafhýsi
Tútankammons konungs
fannst síðla kvölds 26.
nóvember 1922.
*
*
Uppgröfturinn, sem stóð í tíu ár og
leiddi 1 ljós nærri 5000 fágæta list-
muni vakti ekki minni athygli. Þetta
var og er einn merkilcgasti fundur
allrar fornfræðinnar.
Tútankammon var faraó sem ríkti í
níu ár og dó af dularfullum orsökum
aðeins 18 ára, árið 1350 fyrir Krist.
Þegar grafhýsi hans fannst varð hann
undir eins öðrum kóngum frægari.
Þeir, sem fundu það, breski egypta-