Úrval - 01.06.1979, Side 89

Úrval - 01.06.1979, Side 89
GRÖF TÚTANKAMMONS 87 landsfræðingurinn Howard Carter og hinn auðugi verndari hans, Carnarvon lávarður, urðu á sama tíma fægir menn móti vilja sínum. Þessi atburður 1 Konungadalnum í Egypta- landi varð þar að auki sérlega vel þeg- inn af því hann kom I kjölfar hörmunga fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ætla mætti, að eftir allar þær fréttir, sem af þessu hafa verið sagðar, sé fátt áður óþekkt að segja um Tútan- kammon og þennan dramatíska fornleifafund. En samt er raunin sú. Engin frásögn fram til þessa hefur sagt alla söguna, og mörgum mikil- vægustu þáttunum hefur alltaf verið leynt. Oll sagan er ekki sú fágaða, vel við eigandi og sigri hrósandi frásögn, sem venjulega ersögð. Sannleikurinn leiðir í Ijós svik og undirferii, baktjaldamakk, lygar, brostnar vonir og sorgir — sögu, sem er jafn stór- fengleg og fundurinn sjálfur. Árið 1907 — árið sem Carnarvon og Carter fundust — höfðu fáir heyrt getið um George Edward Stanhope Molyneux Herbert, Porchester lávarð og fimmta jarl af Carnarvon. Ef einhverjir hefðu farið að spyrjast fyrir um hann, hefðu þeir komist að því að hann væri vellauðugur enskur hástéttarmaður, sem á 41 árs ævi sinni hefði ekkert merkilegt aðhafst. Á yngri árum var Carnarvon lávarður með sterkan vangasvip, glæsimenni í fasi og fremur þrekinn. 1907 var hann tekinn í andliti og líkaminn orðinn hrörlegur. Myndir frá þessum tíma sýna hann með staf í annarri hendi en hinni hendinni brugðið í jakkavasann, lima- burðurinn eins og honum sé illt. Hann hafði aldrei verið mikið upp á bókina og flosnaði upp úr skóla í Cambridge árið 1887 og lagði upp í ferðalög sem stóðu samfleytt í sjö ár. Ferðalög hans voru óvenjulega mikil, meira að segja borið saman við þá öld flugferðanna, sem við lifum á. Fyrst sigldi hann þrjá fjóðru leiðar umhverfis heiminn, hélt síðan til Suðurafríku, þá til Ástralíu, Japan, Frakklands. Tyrklands, Svíþjóðar, Ítalíu, Þýskalands og Bandaríkjanna, en um Bandaríkin ferðaðist hann þver og endilöng, frá strönd til strandar. Á 29. afmælisdegi sínum gekk hann að eiga Alminu Wombwell, fallega og vel gefna konu. Á fjórum árum varð þeim tveggja barna auðið — eignuðust soninn Henry, lávarð af Porchester, sem nú er á níræðisaldri, kvikur og fjörugur, og dótturina Evelyn, sem síðar varð handgenginn félagi föður síns. Fáum árum eftir að börnin fæddust lenti Carnarvon lávarður 1 bílslysi, sem gjörbreytti örlögum hans. Hann fékk alvarlegan höfuðáverka og brjóstkassinn molaðist. Hann náði sér aldrei. En hann lifði af, andlega þroskaðri, Ihugull og ákveðinn. Hann hélt til Egyptalands árið 1903 að ráði lækna sinna og þar með voru örlög hans ráðin. Hann hafði raunar haft nokkurn áhuga á forn- leifafræði í nokkur ár, en nú tók hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.