Úrval - 01.06.1979, Page 92
90
ÚRVAL
Howard Carter, eins og William
bróðir hans málaði hann 1924.
mála gæludýr ríka fólksins og væmnar
sveitaþorpsmyndir.
En sumarið 1891 varð mikil
breyting á lífi hans. Prófessor Percy E.
Newberry, starfsmaður Kaírósafnsins,
sýndi af tilviljum gamalli vinkonu
sinni, lafði Amherst af Hackney,
nokkur biýantsafrit af rúnum á
gömlum minnismerkjum. Hann
sagði sig vanta einhvern, sem gæti
hjálpað honum að fullgera þessi afrit.
Lafði Amherst stakk upp á Howard
Carter, nágranna sínum, sem þá var
17 ára.
Carter var ráðinn og vann 1 British
Museum í þrjá mánuði. Síðan réðist
hann í einkaleiðangur, sem gerður
var út í tengslum við safnið til að
grafa eftir fornminjum við Níl.
Smám saman varð hann aðstoðar-
maður eins fremsta sérfræðings í
egypskum fræðum, sem nokkru sinni
hefur verið uppi, Sir William Flinders
Petrie, og frá 1891 til 1898 gerði
hann af mestu þolinmæði vatns-
litamyndir af málverkum og
lágmyndum á veggjum grafhofsins
mikla í Deir-el-Bahri.
Carter var lágvaxinn og þrekinn,
nautsterkur. Þennan tíma í Egypta-
landi blandaði hann lítt geði við aðra.
Hann var sneyddur kímnigáfu heldur
þurrpumpulegur en búinn fágætu
viljaþreki. Þótt hann fengi ekki
formlega skólagöngu, var hann
fljótur að læra fornleifafræðina.
Hann var mikill þverhaus og
heiftarlega uppstökkur, en vilja-
styrkur hans og einbeitni gerðu það
að verkum að yfirmenn hans virtu
hann og mátu. 1899 útnefndi Sir
Gaston Maspero, lífsglaður frakki,
sem þá var yfirmaður Fornleifa-
deildarinnar hinn 25 ára gamla Carter
eftirlitsmann minnismerkja og
fornleifa í efra Egyptalandi og
Núbíu.
Carter blómstraði í þjónustu
Fornleifadeildarinnar til 1903, en þá
hvarf hann frá henni fyrir fullt og