Úrval - 01.06.1979, Síða 95
GRÖF TÚTANKAMMONS
93
skjóta upp kollinum á antika
markaðnum. Þetta fór ekki fram hjá
landsstjóra héraðsins, Daoud Pasja.
Daoud hafði mjög sérstæða yflr-
heyrsluaðferð. Hann einblíndi
einfaldlega á þann grunaða með
köldustu og illskulegustu augum,
sem fyrirfundust í öllu Egyptalandi.
Einn af verkamönnum Carters, sem
verið hafði þjófur á unglingsárum
sínum, var eitt sinn dreginn fyrir
Daoud. Daoud sat upp að hálsi í
vatni í stóru keri. Að sjá aðeins stóra,
egglaga hausinn standa upp úr
vatninu, og þessi grimmdarlegu,
svörtu augu, var nóg til að hræða
hraustustu menn — og síðan lýsti
Carter atburðum á þennan hátt:
Úr þessu óvenjulega
dómarasæti starði Daoud á
hann — Bara starði — ,,og
augnaráðið smaug í gegnum
mig svo ég fann hvernig beinin
í mér urðu að vatni. Svo sagði
hann, mjög hljóðlega: ,,Þetta
er í fyrsta sinn, sem þú hefur
verið leiddur fyrir mig. Þú mátt
fara — en gættu þess að vera
ekki leiddur hingað í annað
sinn.”
Eg var svo yfirkominn af
hræðslu að ég skipti um starf.
Nú starði Daoud á einn af Abd-el-
Rasul-unum, sem glúpnaði og vísaði
yfirvöldunum á fjöldagrafhýsið.
Þarna lágu allir konungarnir í grunnri
gröf, svolítið trosnaðir, en óskemmd-
ir, leifar voldugustu faraóa forn-
egypta. Á trékistur þeirra (ríkmann-
Georg Herbert, lávarður af
Forchester, fimmti jarlinn af
Carnarvon.
legu steinkisturnar og skreytingarnar
höfðu löngu verið fjarlægðar) og á
iínvafninga smyrlinganna sjálfra
höfðu prestarnir samið nákvæma
lýsingu á ferðum þeirra. Hver faraó
var vandlega tilgreindur, og það þótti
Carter sérlega mikilsvert, svo að
mörgum ámm seinna vissi hann
nákvæmlega hverja vantaði ennþá í
konungaraðirnar.
Eftir þessa uppgötvun vom
sagnfræðingar handvissir um að