Úrval - 01.06.1979, Page 97
GRÖF TÚTANKAMMONS
og flutti liðsaflann yfir að hinum
enda þríhyrningsins.
Sú ákvörðun er í hæsta máta
undarleg. Ef til vill hefur hann talið,
að rústirnar væru eftir verkamenn þá
er unnu að grafhýsi Ramsesar VI, sem
var 200 árum seinna uppi en Tútank-
ammon. En hvaða ástæðu svo sem
hann hafði, lét hann hefja gröftinn á
ný hinum megin frá. Næstu tvo
mánuðina fannst svo sem ekkert í
sandinum.
Næsta tímabil, sem hófst í október
1918, var litlu fengsælla. Carter hafði
hugsað sér að hreinsa niður á fast það
sem eftir var af þríhyrningnum. Það
tók sex mánuði aðeins að hreinsa ofan
af yfirborðinu áður en hægt var að
hefjast handa með að grafa niður á
undirlagið. Rétt sem Carnarvon kom
með konu sína í hennar fyrstu
heimsókn, fundust 13 alabasturs-
krukkur með nöfnum Ramsesar II og
Merenptahs — og það var það sem
næst komst því að vera merkilegt af
því sem fundist hafði í nærri tvö ár.
Þriðja, fjórða og fimmta tímabilið,
frá 1919 til 1922, gáfu ekkert af sér
annað en stritið hjá fjölmennum,
dýrum verkamannaflokki. Carnarvon
lávarður tók að missa áhugann.
Heilsu hans fór hrakandi. Hvað eftir
annað fékk hann þunglyndisköst og
mælti þá ekki orð af vörum löngum
Innsta kista Tútankammons,
rúmlega sex feta löng, ,,gersamlega
ótrúleg ósköp ósköp af hreinum
góðmálmi. ”