Úrval - 01.06.1979, Page 102

Úrval - 01.06.1979, Page 102
100 URVAL Yfirfulltrúi Fornleifadeildarinnar, Rex Engelbach, var viðstaddur þennan dag að skipun Lacaus. Carter gætti þess að benda Engelbach vandlega á sönnun þess að farið hefði verið í gröfina til forna og henni lokað aftur. Hann vildi taka af öll tvímæli um, að farið hefði verið í gröfína í heimildarleysi til forna. Allan morguninn 26. nóvember var haldið áfram mað grafa, körfu fyrir körfu. Þrjátíu fetum (9,15 metrum) innan við fyrstu dyrnar rakst hópurinn á aðrar, innsiglaðar með veldisheiti Tútankammons. Nú var stundin ótrúlega runnin upp. Carter var skjálfhentur, þegar hann tók járnkall úr höndum Callenders og gerði ofurlítið gat efst 1 dyrahleðsluna vinstra megin. Hvað, sem við tók hinum megin, hafði ekki verið fyllt með sandi eins og gangur- inn. Carter kveikn á kerti og bar það upp að gatinu til að vita hvort eitraðar gastegundir væru inni. Svo víkkaði hann gatið og leit inn. Síðar lýsti hann því, sem fyrir augu bar, í einni dramatískustu og frægustu klausu fornfræðibókmennta fyrr og síðar: Ég kom kertinu fyrir og gægðist inn. Carnarvon lávarður, lafði Evelyn og Callender stóðu spennt við hlið mér. Fyrst gat ég ekkert séð, því heitt loftið sem leitaði út úr klefanum olli því að kertis- loginn flökti. En srriám saman, eftir því sem augu mín vöndust skímunni, risu hlutirnir inni upp úr móðunni, framandi skepnur, styttur og gull — alls staðar glóði á gull. Um stund — eilífð hlýtur það að hafa virst þeim sem hjá stóðu — var ég sem þrumu lostinn af undmn og hrifningu, og þegar Carnarvon lávarður, sem stóðst ekki spenninginn lengur, spurði með ákefð: „Sérðu nokkuð?” — gat ég engu svarað nema: ,,Já, dýrindis hluti.” I frásögn Carters, sjálfs, sem gefin hefur verið út á prenti, og í öllum þeim fjölda annarra frásagna af þessum spennumögnuðu mínútum, segir að þau fjögur hafi bara rýnt inn í fyrsta herbergi grafhýsisins, sem síðan var kallað „forstofan”, lokað gatinu og farið. Raunar er frásögn Carters lýgi. Hvað raunverulega gerðist kemur fram í gögnum í Egyptalandsdeild Metropolitan Museum of Art í New York og í þrem óljósum athuga- semdum, sem birtust 1 vísinda- tímariti 1945 og ’47 eftir Alfred Lucas, englending sem tekið hafði þátt í uppgreftinum. Til að byrja með skrifaði Carter 1 flýti orðsendingu til Eneglbachs og sagði honum að hreinsað hefði verið frá innri dymm. Jafnframt fór hann fram á að opinberir aðilar kæmu þegar í stað til að vera viðstaddir formlega opnun grafarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.