Úrval - 01.06.1979, Page 102
100
URVAL
Yfirfulltrúi Fornleifadeildarinnar,
Rex Engelbach, var viðstaddur
þennan dag að skipun Lacaus. Carter
gætti þess að benda Engelbach
vandlega á sönnun þess að farið hefði
verið í gröfina til forna og henni
lokað aftur. Hann vildi taka af öll
tvímæli um, að farið hefði verið í
gröfína í heimildarleysi til forna.
Allan morguninn 26. nóvember
var haldið áfram mað grafa, körfu
fyrir körfu. Þrjátíu fetum (9,15
metrum) innan við fyrstu dyrnar rakst
hópurinn á aðrar, innsiglaðar með
veldisheiti Tútankammons.
Nú var stundin ótrúlega runnin
upp. Carter var skjálfhentur, þegar
hann tók járnkall úr höndum
Callenders og gerði ofurlítið gat efst 1
dyrahleðsluna vinstra megin. Hvað,
sem við tók hinum megin, hafði ekki
verið fyllt með sandi eins og gangur-
inn. Carter kveikn á kerti og bar það
upp að gatinu til að vita hvort
eitraðar gastegundir væru inni. Svo
víkkaði hann gatið og leit inn.
Síðar lýsti hann því, sem fyrir augu
bar, í einni dramatískustu og
frægustu klausu fornfræðibókmennta
fyrr og síðar:
Ég kom kertinu fyrir og
gægðist inn. Carnarvon
lávarður, lafði Evelyn og
Callender stóðu spennt við hlið
mér. Fyrst gat ég ekkert séð,
því heitt loftið sem leitaði út úr
klefanum olli því að kertis-
loginn flökti. En srriám saman,
eftir því sem augu mín vöndust
skímunni, risu hlutirnir inni
upp úr móðunni, framandi
skepnur, styttur og gull — alls
staðar glóði á gull. Um stund
— eilífð hlýtur það að hafa
virst þeim sem hjá stóðu — var
ég sem þrumu lostinn af
undmn og hrifningu, og þegar
Carnarvon lávarður, sem stóðst
ekki spenninginn lengur,
spurði með ákefð: „Sérðu
nokkuð?” — gat ég engu
svarað nema: ,,Já, dýrindis
hluti.”
I frásögn Carters, sjálfs, sem gefin
hefur verið út á prenti, og í öllum
þeim fjölda annarra frásagna
af þessum spennumögnuðu
mínútum, segir að þau fjögur hafi
bara rýnt inn í fyrsta herbergi
grafhýsisins, sem síðan var kallað
„forstofan”, lokað gatinu og farið.
Raunar er frásögn Carters lýgi. Hvað
raunverulega gerðist kemur fram í
gögnum í Egyptalandsdeild
Metropolitan Museum of Art í New
York og í þrem óljósum athuga-
semdum, sem birtust 1 vísinda-
tímariti 1945 og ’47 eftir Alfred
Lucas, englending sem tekið hafði
þátt í uppgreftinum.
Til að byrja með skrifaði Carter 1
flýti orðsendingu til Eneglbachs og
sagði honum að hreinsað hefði verið
frá innri dymm. Jafnframt fór hann
fram á að opinberir aðilar kæmu
þegar í stað til að vera viðstaddir
formlega opnun grafarinnar.