Úrval - 01.06.1979, Side 107

Úrval - 01.06.1979, Side 107
GRÖF TÚTANKAMMONS 105 London Times. Engum fulltrúa egypskra blaða og engum fulltrúa fjölmiðla í Ameríku eða EvrofSu öðrum en Merton var leyft að sjá fundinn. Þannig svívirtu þeir Carn- arvon og Carter, með dæmafáu skilningsleysi, einmitt það fólk sem þeir þurftu mest á að halda á komandi tímum. Frá því að fyrstu fréttirnar birtust í blöðunum, helltust símskeyti og skilaboð yfir fornfræðingana. Hamingjuóskirnar komu fyrst, síðan tilboð um hjálp, beiðnir um minja- gripi, umsóknir um kvikmyndarétt. Örólegir flokkar gesta óðu uppi á ólíklegustu tímum með ails konar kröfugerðir. Eftir því sem hóparnir stækkuðu, lét Carter vísa öllum á bug sem hann hafði ekki persónulega samþykkt. Hann átti eftir að gjalda þess illilega. Honum varð fljótlega ljóst, að framundan lá margra ára vandasamt starf. Aðeins að gera við eina konung- lega skikkju, skreytta með hundruð- um gullpeninga, myndi taka tvo mánuði. Hann þurfti að gera óteljandi hluti, áður en hann gat tekið svo mikið sem minnsta hlut úr forstofunni. Nauðsynlegt væri að fá rotvarnarefni og efni til innpökkunar, ásamt þjónustu sérfræðinga í varðveisluaðferðum. Hann hafnaði því að leita hjálpar starfsmanna Fornleifadeildarinnar. Hæfni þeirra var vafasöm og skoðanir þeirra ósamrýmanlegar skoðunum hans. Það hvarflaði aldrei að honum að leita hjálpar British Museum. Valið var augljóslega Metropolitan listasafnið t New York. Það hafði yfir að ráða mjög hæfu starfsliði í egypskum fræðum — þeirra á meðal Winlock, sem hafði gefið Carter hina þýðingarmiklu vísbendingu um að grafhýsi Tútankammons væri í Konungadalnum. Þar fyrir utan höfðu þeir Carter og Carnarvon árum saman staðið í fjármálsambandi við Metropolitan, sem allt fram á þennan dag hefur verið eitt best varðveitta leyndarmál þeirrar stofnunar. Satt að segja var eitt besta safn egypskra listmuna í eigu safnsins — stolnir munir, sem komið var fram hjá eftirliti Fornleifa- deildarinnar — keypt beinlínis fyrir safnið og kaupandinn var enginn annar en Carter, sem keypti munina af egypskum kaupahéðni með fjármunum sem Carnarvon hafði vís- vitandi lagt fram í þeim tilgangi að Carter gæti hagnast á þessum viðskiptum. Þessi viðskipti hófust 1917 og stóðu til 1922. Allt í allt borgaði safnið þá fáheyrðu upphæð 256.305 dollara (jafnvirði meira en 2,5 milljóna dollara nú, eða um 825 milljónir fslenskra króna). Með hagnaði og umboðslaunum var hlutur Carter af þessu um 40 þúsund dollarar (eða um 137,5 milljónir króna á nútímagengi). Þar enn að auki vissu bæði Carnar- von og Carter að Winlock og Albert Lythgoe, forstöðumaður Egypta- landsdeildar safnsins, höfðu gert allt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.