Úrval - 01.06.1979, Síða 108

Úrval - 01.06.1979, Síða 108
l()6 ÚRVÁL sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir tilraunir Lacaus til að breyta helmingaskiptafyrirkomulaginu, sem áður er á minnst. Carter sendi nú skeyti til Lythgoe, sem var í London. I svari sínu gaf Lythgoe Carter beinlínis frjálsar hendur til að hagnýta sér sérhvern starfsmann egypsku deildarinnar í Metropolitansafninu á hvern þann hátt sem honum þóknaðist. Allir, sem lýst hafa þessu samkomulagi, virðast hafa hrósað því sem fórnfúsu og samvinnuviljugu. Að vissu leyti var það svo, en I því fólst líka gagnkvæm sjálfselska, kald- rifjuð tilraun af beggja hálfu til þess að ná sem mestum fjárhagslegum og listrænum ávinningi. Leynilega gaf Carnarvon Lythgoe þetta fyrirheit: ,,Ég verð að láta eitthvað af hendi rakna til British Museum, en ég ætla mér að sjá til þess að Metropolitan beri ekki skarðan hlut frá borði. ’ ’ Meðan verið var að safna saman starfsliði, lokaði Carter grafhýsinu. Deild egypskra hermanna var sett á vörð 24 tíma á sólarhring. Carter réði sína eigin varðmenn til að líta eftir varðmönnunum. Lafði Evelyn og Carnarvon lávarður héldu til Englands til að halda upp á jólin, og Carter hélt til Kaíró til að kaupa búnað, þar með talið stálhlið til að koma fyrir innan við innri dyrnar. Callender var um kyrrt í Konunga- dalnum, sat lengstum við innganginn að grafhýsinu með hlaðinn riffil á hnjánum. Bölvunin 10. janúar undirritaði Carnarvon samning þar sem hann veitti The London Times einkarétt á öllum fréttum af grafhýsinu og starfinu þar. Samningurinn framkallaði mót- mælaöldu frá bókstaflega öllum meiri háttar blöðum um allan heim. í Kalró var Lacau umsetinn úr öllum áttum. Egypskir fréttamenn, studdir erlendum starfsbræðrum, kvörtuðu sáran yfir því að fá ekki aðgang að egypskum grafhýsum. Þar að auki streymdu þúsundir tilvonandi gesta inn í skrifstofu Lacaus, ævareiðir yftr því að Carter vísaði öllum burtu, líka þeim sem höfðu opinbert, egypskt stjórnarleyfi. Lacau hitti Carter hvað eftir annað á laun, og beitti öllum ráðum til að fá hann til að gefa egypskum frétta- mönnum fréttir, en Carter hafnaði öllu. Lacau bað hann líka að leyfa Fornleifadeildinni að senda gesti til grafhýsisins, ásamt þeim gestum sem Carter tók þar daglega á móti. Carter vísaði þessu líka á bug og sagði að hans gestir væm allir fornfræðingar og hefðu fullan rétt til að koma þarna. Samtímis reyndi Carter að halda áfram með vandasamt vísindastarfið. Hann kom upp myrkraherbergi fyrir ljósmyndara sinn, Harry Burton frá Metropolitan safninu, og fékk leyfi til að nota grafhýsi þarí grenndinni fyrir rotvarnar-vinnustofu og geymslu. Komið var upp ófrávíkjanlegu kerfi til að skrá gersemarnar. Fyrst tók
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.