Úrval - 01.06.1979, Side 114
112
URVAL
þessa deilu Carters og stjórnarinnar
niður. Það var honum alvarlegt áfall,
er hann frétti um fund Carters og
varakonsúlsins. Hann ákvað að koma
Carter úr landi. Áætlað hafði verið að
Carter færi í fyrirlestraferð til
Bandaríkjanna, og þótt hann væri nú
farinn að tala um að aflýsa henni,
sannfærði Winlock hann um að hann
yrði að standa þar við gerða
samninga. Þannig atvikaðist það að
Carter fór frá Kalró 21. mars, og vissi
ekki hvort hann myndi nokkru sinni
framar sjá Egyptaland.
En ekki var öllu lokið enn. Sérstök
nefnd egypta, undir stjórn Lacaus,
hafði verið að gera lista yfir munina í
grafhýsinu og geymslunum.
Nefndarmenn uppgötvuðu, að Carter
hafði með eigin hendi númerað alla
hluti á þrem stöðum: Utan á hverjum
kassa, á muninn innan í honum, og í
þriðja lagi í sérstaka skrá. Það leyndi
sér ekki, að þeir voru hrifnir af
nákvæmni Carters og vísindalegum
aðferðum.
En innst í geymsluklefa, hjá stafla
af tómum Fortnum & Mason kössum,
rákust þeir á kassa, sem merktur var
,,Rauðvín”. Það lá við að þeim dytti
ekki í hug að opna hann. En Lacau
mælti svo fyrir, að hann skyldi
opnaður. I honum var höfuð gert úr
tré, nærri því í fullri stærð, svo listi-
lega málað að minnstu munaði að
menn þættust sjá það anda. Það stóð
á litlum stalli sem skorinn var sem
krónublöð hins heilaga, bláa lótus-
blóms Nílar.
Enginn varð eins steinhlessa og
Lacau, sem reyndi að hafa stjórn á
hópi sínum, með því að fyllyrða hvað
eftir annað að það hlyti að vera til
gjaldgeng skýring á því að Carter
skyldi geyma höfuðið á svona undar-
legum stað, ónúmerað og óskráð, eins
og hann hafði þó gengið frá öllum
öðrum munum. En egyptarnir
heimtuðu að skeyti um hneykslið
væri þegar í stað sent egypska
forsætisráðherranum sjálfum.
Ekki leið á löngu þar til Engelbach
heimsótti Winlock. Hann sagði
engan vafa á því, að egyptarnir
,,hefði gengið af vitinu,” eins og
hann orðaði það, með því að básúna
það út að engin tvímæli léku á því, að
lótushöfðinu hefði verið stolið úr
grafhýsinu. Lacau hafði sagt egypt-
unum að Carter hefði keypt lótus-
höfðið á listamarkaði. Engelbach var
ekki viss um að þeir hefðu trúað því,
en virtust þó hallast að þessari
skýringu, þar sem þeir hefðu séð hvað
Carter gekk vandlega og kerfisbundið
til verks að öðru leyti. Gæti Winlock
fengið staðfestingu frá Carter?
Winlock sendi Carter skeyti á
númeradulmáli, sem hafði verið sett
saman nokkrum árum áður til að
grípa til ef I nauðirnar ræki. Carter
svaraði að þetta höfuð hefði hann
fundið í innganginum. Allir þess
háttar hlutir væru undir ,,hópnúmer-
um” en hefðu ekki ,,enn verið fylli-
lega skráðir í skýrslurnar. ” Þetta var
ekki ýkja sannfærandi. Fyrsta bindið
af verki hans, Grafhýsi Tútankamm-