Úrval - 01.06.1979, Side 114

Úrval - 01.06.1979, Side 114
112 URVAL þessa deilu Carters og stjórnarinnar niður. Það var honum alvarlegt áfall, er hann frétti um fund Carters og varakonsúlsins. Hann ákvað að koma Carter úr landi. Áætlað hafði verið að Carter færi í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna, og þótt hann væri nú farinn að tala um að aflýsa henni, sannfærði Winlock hann um að hann yrði að standa þar við gerða samninga. Þannig atvikaðist það að Carter fór frá Kalró 21. mars, og vissi ekki hvort hann myndi nokkru sinni framar sjá Egyptaland. En ekki var öllu lokið enn. Sérstök nefnd egypta, undir stjórn Lacaus, hafði verið að gera lista yfir munina í grafhýsinu og geymslunum. Nefndarmenn uppgötvuðu, að Carter hafði með eigin hendi númerað alla hluti á þrem stöðum: Utan á hverjum kassa, á muninn innan í honum, og í þriðja lagi í sérstaka skrá. Það leyndi sér ekki, að þeir voru hrifnir af nákvæmni Carters og vísindalegum aðferðum. En innst í geymsluklefa, hjá stafla af tómum Fortnum & Mason kössum, rákust þeir á kassa, sem merktur var ,,Rauðvín”. Það lá við að þeim dytti ekki í hug að opna hann. En Lacau mælti svo fyrir, að hann skyldi opnaður. I honum var höfuð gert úr tré, nærri því í fullri stærð, svo listi- lega málað að minnstu munaði að menn þættust sjá það anda. Það stóð á litlum stalli sem skorinn var sem krónublöð hins heilaga, bláa lótus- blóms Nílar. Enginn varð eins steinhlessa og Lacau, sem reyndi að hafa stjórn á hópi sínum, með því að fyllyrða hvað eftir annað að það hlyti að vera til gjaldgeng skýring á því að Carter skyldi geyma höfuðið á svona undar- legum stað, ónúmerað og óskráð, eins og hann hafði þó gengið frá öllum öðrum munum. En egyptarnir heimtuðu að skeyti um hneykslið væri þegar í stað sent egypska forsætisráðherranum sjálfum. Ekki leið á löngu þar til Engelbach heimsótti Winlock. Hann sagði engan vafa á því, að egyptarnir ,,hefði gengið af vitinu,” eins og hann orðaði það, með því að básúna það út að engin tvímæli léku á því, að lótushöfðinu hefði verið stolið úr grafhýsinu. Lacau hafði sagt egypt- unum að Carter hefði keypt lótus- höfðið á listamarkaði. Engelbach var ekki viss um að þeir hefðu trúað því, en virtust þó hallast að þessari skýringu, þar sem þeir hefðu séð hvað Carter gekk vandlega og kerfisbundið til verks að öðru leyti. Gæti Winlock fengið staðfestingu frá Carter? Winlock sendi Carter skeyti á númeradulmáli, sem hafði verið sett saman nokkrum árum áður til að grípa til ef I nauðirnar ræki. Carter svaraði að þetta höfuð hefði hann fundið í innganginum. Allir þess háttar hlutir væru undir ,,hópnúmer- um” en hefðu ekki ,,enn verið fylli- lega skráðir í skýrslurnar. ” Þetta var ekki ýkja sannfærandi. Fyrsta bindið af verki hans, Grafhýsi Tútankamm-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.