Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 4
2
Amma hafði boðist til að líta eftir
fjögurra ára dóttursyni sínum. mitðan
foreldrar hans færu á bíó. Hún
breiddi ofan á hann og hvíslaði:
,,Á ég að lesa fyrir þig sögu?”
,,Ekki í kvöld, amma," tautaði
snáðinn.
,,Á ég þá að raula fyrir þig vöggu
vísu?”
, ,Nei, takk. Enga vögguvísu. ’'
,,Hvað á ég þá að gera fyrir þig.
harniðimitt?” spurði amma ráðalaus
„FarðU bara út að ganga og leyfðu
mér að sofna í friði.”
Capper’s Weekly.
Þegar ríki maðurinn dó safnaðist fjöl-
skyldan saman til að vera við opnun
erfðaskrárinnar: „Konan mín fær alla
peningana og húsið,” las
lögfræðingurinn. „Synir mínir fá
nýju bílana og mágur minn, sem
sagði alltaf: „Heilsa er meira virði en
auðæfi, fær Ijósalampann minn.”
-J.P.
Presturinn okkar var á gangi eftir
götunni dag nokkurn er hann rakst á
mesta róna bæjarins, og var sá heldur
valtur á fótunum. „Fullur enn!”
sagði presturinn þegar þeir mættust.
„Ég líka,” sagði róninn og lyfti
hattinum sínum.
B.V.
Kúreki var á reið yfir sléttuna þegar
hann kom að indíána sem lá á
jörðinni með eyrað við far eftir vagn-
hjól.
Indíáninn: „Vagn. Tveir hestar —
hvítur og svartur. Maður ekur, reykir
pípu. Konaí bláum kjól með fallegan
hatt.”
Kúrekinn: „Þykistu geta sagt til
um þetta allt aðeins með því að
hlustaájörðina?”
Indíáninn: „Nei. Þau óku yfir mig
fyrir hálftíma.
-Labor
Nýgiftu hjónin gerðu sitt besta tii að
komast hjá vandræðalegum kringum-
stæðum, sem svo oft verða á vegi
brúðhjóna í byrjun. Þau tíndu vand-
lega af sér öll hrfsgrjónin, tóku
spjaldið „Nýgift” af bílnum og
meira að segja lumbruðu þau á ferða-
töskunum svo þær litu dálítið
reynslulega út. Svo gengu þau rólega
að afgreiðsluborði hótelsins þar sem
brúðguminn missti út úr sér: „Við
viljum fá tvíbreitt rúm með
herbergi.”
-P.P.