Úrval - 01.12.1980, Síða 7

Úrval - 01.12.1980, Síða 7
BILL OG MARK: SAGA TVEGGJA VINA 5 inn sagði frú Rush að sonur hennar væri með heilalömun; að hún hefði orsakast af skemmd á þeim hluta heilabarkarins sem stjómaði sjálfráðum hreyfingum; að hún hvorki væri lífs- hættuleg, né myndi ágerast; og að mörg börn með heilalömun væru einnig blind, heyrnarlaus eða vangefin. Eftir því sem Bill eltist voru Rush- hjónin viss um að hann gæti heyrt og séð. Þau voru líka viss um að hann væri ekki vangefinn, því augu hans fylgdust nákvæmlega með þeim hvert sem þau fóm. Móðir Bills las oft fyrir hann og varð ekkert sérlega undrandi þegar hann var byrjaður að lesa fjögurra ára gamall. Þegar Bill var ellefu ára hóf kennari hans og þjálfari við Skóla dr. J. P. Lords fyrir hreyfíhamlaða að láta hann gera reglulegar hálsæfingar, útbjó fyrir hann stafaborð, útvegaði honum rafmagnsritvél og gaf honum fyrsta hauspinnann. Bill minnist þess að áður hafði líf hans verið sífelld reiðiköst: ellefu ára líkamsæfíngar, stálspelkur og uppskurðir sem komu honum aldrei til þess að ganga; ellefu ára málaæfingar, sem aldrei kenndu honum að tala, ellefu ára iðjuþjálfun, sem aldrei kenndi honum að nota hendurnar. Hauspinninn var það fyrsta sem hann náði árangri með. Það var, segir hann, ,,eins og að koma út úr einangrun .” Hann tók að helga náminu meira af tíma sínum og að lokum varð hann fyrsti nemandi J.P Lords sem útskrifaðist með mennta- skólapróf. Þegar hann hafði náð inntökuprófi í háskóla (hann vélritaði svörin með hauspinnanum), var Bill skráður í háskólann í Nebraska í Lincoln, þar sem hann hitti Mark Dahmke. Mark ólst upp í litlum bæ í Nebraska þar sem hann eyddi tíma sínum í að setja saman rafmagnstæki, horfa á „Glötuð í geimnum” og ,,Stjörnuferðir” og safna vísinda- skáldsögum í vasabókarbroti. Þegar hann var nýkominn í menntaskóla tók hann þátt í vísindakeppni. Fyrstu árangursríku verkefnin hans voru gervihnöttur sem hann hugsaði sér að sendur yrði til smástirnisins Ceresar, drög að spjaldtölvukerfi og gervi- handleggur, sem gerður var fyrir hvatningu frænda hans Armands, sem er einhentur. Gervihand- ieggurinn varð í fyrsta sæti bæði í stærri Nebraska vísinda- og vekfræði- keppninni og í verkfræðihluta alþjóð- legu vísinda- og verkfræði- keppninnar. Þegar Mark hafði fengið styrk til háskólans flutti hann inn í Selleck Hall og festi síðar á hurðina hjá sér spjald þar sem á stóð. MCD-RÁÐ- LEGGINGAR. MARK DAHMKE, FORMAÐUR. MCD—ráðleggingar er raun- verulegt fyrirtæki og formanni þess og eina starfsmanni hafa hingað til verið boðin sex störf á örtölvu- sviðinu. Mark hefur afþakkað þau öll, aðallega vegna verkefnis sem gleypt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.