Úrval - 01.12.1980, Síða 8
6
ÚRVAI.
hefur allan frítíma hans í fjóra
mánuði og sem hann vinnur enn að
marga klukkutíma á viku.
í september 1978 úthlutaði endur-
hæfingarþjónustan í Nebraska,
Heilalömunarsamtök Nebraska og
háskólinn, þrjú þúsund dölum til
Marks svo hann gæti búið tii
raddtæki fyrir Bill. Stafaborð Bills er
furðu afkastamikill tjámiðill, en hann
hefur alltaf langað til þess að tala. Til
þess að mynda raunverulega rödd
keypti Mark ,,synthesizer” (radd-
tæki) fyrir fjögur hundruð dali,
sem gefur frá sér rödd sem hljómar
eins og Wally Cox sé að tala með
sænskum hreim. Sjálfur útbjó hann
eða setti saman aðra hluta vélarinnar:
smátölvu, sjónskerm, skífudrif og
sérstaklega gert lyklaborð. Það var
auðveldasti hluti verksins. Að gera
kerfið nothæft fyrir Bill tók fimm
hundruð klukkutíma.
í febrúar 1979 báru tveir vinir Bills
hann ásamt hjólastólnum upp stigana
í Selleck Hall, upp á þriðju hæð —
það var í fyrsta sinn sem Bill sá
herbergi Marks. Bill þrýsti með haus-
pinnanum á lyklaborðið. Fyrsta
hljóðið sem kom var óskiljanlegt.
Næsta var, með sænskum hreim,
,,ást”.
Raddtækið er núna í herbergi Bills
tveimur hæðum neðar og hefur öðlast
töluverðan orðaforða. „E-I-N-N G-
A-G-N-L-E-G-U-R Þ-Á-T-T-U-R,”
segir Bilí, ,,E-R A-Ð E-K-K-I E-R-U
Ö-L-L. O-R-Ð-I-N F-A-L-L-E-G.”
Ef Bill vill segja eitthvað hefur hann
um nokkra kosti að velja. Ef það er
eitthvert hinna þrjátíu og fjögurra
algengu orða sem eru á lyklaborðinu
(þar á meðal ÚPS og HA?) þá þrýstir
hann einfaldiega á rétta lykilinn og
orðið kemur út. Ef orðið er ekki á
lykilborðinu er ferlið flóknara.
Tölvan getur ekki skilið duttlunga
enskrar stafsetningar, því verður að
nota hljóðritunarkerfi með tölustöfúm
sem gefa til kynna hvaða áherslu hver
sérhljóði á að hafa. Þar sem hvert
tákn verður að velja með hauspinn-
anum gengur þetta hægt fyrir sig.
Þess vegna hafa Mark og Bill séð
raddtækinu fyrir „orðabók” upp á
átta hundruð orð og orðatiltæki sem
Bill hefur valið. Tölvan þekkir og ber
þau rétt fram þegar Bill stafar þau
með réttri stafsetningu. Þar á meðal
eru: HALLÖ, ÞETTA ER BILL
RUSH; ERT ÞÚ UPPTEKINN? ÉG
ÞARFNAST UPPLÝSINGA; HJÁLP,
EINHVER, HVER SEM ER; VERTU
EKKI HRÆDDUR VIÐ MIG.
Mark er nú að vinna að færanlegu
raddtæki sem Bill getur flutt með sér
í hjólastólnum. En símreikningar
hafa þotið upp úr öllu valdi. Hann
getur núna í fyrsta sinn á ævinni átt
einkasímtal. Og þó að hann hafi
upphaflega óskað eftir rödd eins og
Elvis Presley þá finnst Bill
skandinaviski hreimur sinn hæfa vel
síðasta orðatiltækinu í ,,orða-
bókinni” sinni: HVAÐ ERTU AÐ
GERA Á LAUGARDAGSKVÖLD-
IÐ?
Þó að tækið hafi auðveldað