Úrval - 01.12.1980, Page 15

Úrval - 01.12.1980, Page 15
UPP Á EVEREST ÁN SÚREFNIS 13 bröttum ís og snjó að það er öruggara fyrir hann að klífa einn og óbundinn heldur en að vera bundinn í einhvern sem er ekki eins viss og sem gseti hrasað. Og hæfni hans í klettaklifi er slík að hann getur klifið marga klettaveggi sem meira að segja mjög góðir fjallgöngumenn þurftu að nota tilbúin hjálpartæki til að klífa. Árum saman var talið að til þess að klífa tinda Himalayafjalla þyrfti lítinn her fjallgöngumanna (með breska Everest leiðangrinum, árið 1975, voru eitt þúsund burðarmenn til þess að bera tækjabúnaðinn). Messner hefur breytt þessu. Hann hefur klifið suma erfiðustu tinda í Himalaya með mjög fámennum hópum og aðeins með birgðir til fárra daga. Þetta er áhættusamt uppátæki, og það má ekki mikið út af bera. Meðfætt jafnvægisskyn hans, hárviss tækni og mikil þjálfun gera honum kleift að komast leiðar sinnar og lifa það af. Það liggur í augum uppi að fjöllin hljóta að veita Messner eitthvað að launum fyrir allt þetta erfiði — eitthvað sem bókstaflega hrífur hann burt úr þessum heimi. í frásögn af einni af athyglisverðari fjallgöngum hans, þegar hann kleif einn Nanga Parbat í Kasmír árið 1978, segir hann: ,,Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það væri ef ég sæti eftir á einum þessara átta þúsund og ftmm nundruð metra háu tinda. Er það ekki hin leynda ósk allra fjallgöngu- manna að fá að sitja eftir á tindinum og þurfa aldrei að snúa aftur til þess heims sem maður hefur lagt að baki?” Hátt gjald Slíkar hugsanir eru dæmigerðar fyrir Messner, sem hefur misst bróður sinn (í fyrri göngu upp á Nanga Parbat), tærnar af völdum kals og konu sína vegna skilnaðar. Messner minnist þess hvernig hann var „kvalinn” af hugsunum um konu sína, Uschi, í einni Himaiayaferðinni, „yfirgefin vegna míns eigin kalda metnaðar”. Síðar skrifaði hann: ,,Konan mín yfirgaf mig meðan ég var í fjallgönguferð og í einveru minni og örvæntingu ákvað ég að gefa fjallgöngur upp á bátinn. Samt varð mér hugsað til þess í þessari „svörtu einveru”, að það hafði ekki verið hin stöðuga hvöt til nýrra sigra sem hafði haldið mér að fjallgöngunum, heldur var lífið í miklum hæðum takmark í sjálfu sé'r. Mér varð hugsað til hinnar sefandi ,,hvítu einveru” fjallanna og ég fann ekki aðeins huggun, ég fann leiðina til frelsisins. Þá ákvað ég að taka upp aftur það sem ég var búinn að gefa upp á bátinn.” Reinhold Messner fæddist í Suður- Týrol 16. september 1944 og var einn níu systkina. Faðir hans fór oft með systkinin í fjallgöngur. Messner lýsir á heillandi hátt fyrstu fjallgöngu sinni þegar hann var fimm ára: „Mamma fór fyrst, pabbi kom rétt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.