Úrval - 01.12.1980, Síða 18

Úrval - 01.12.1980, Síða 18
16 Frásögn Messners sjálfs af þessari sögulegu fjallgöngu er heillandi frásögn af stórkostlegu klifi og samþjöppuð heimspeki þess manns sem sífellt reynir að þenja út takmörk hins mögulega. Hann skrifar: ,,Ég er ekki kominn til þess að klífa Everest með öllum hugsanlegum ráðum. Ég er kominn til þess að kynnast því, eins stórkostlegu og erflðu og það í rauninni er. Ég er ákveðinn í að gefast upp á að ná tindinum ef ég kemst hann ekki án súrefnisgrímu. Til þess að geta skynjað hrikalega hæð Everest verð ég að klífa það án hjálpartækja. Aðeins þá mun ég skilja hvað það er sem grípur mann þarna uppi, hvaða nýjar víddir opnast fyrir honum og hvort hann getur öðlast ný tengsl við alheiminn. ’ ’ 6. maí hefst lokaáfangi ferðarinnar. Messner, Habeier og þrlr Sherpar klífa upp að tjaldbúð þrjú, ! 7.193 metra hæð. Næsta dag fara þeir um South Col, sem er líklega hæsta skarð í heimi, Sherparnir snúa aftur til baka. Messner skrifar: ,,Þá er allt tilbúið fyrir úrslita- daginn. Ég safna allri orku minni saman fyrir mesta átak lífs míns, átak sem á að fullnægja forvitni minni og metnaði. I heilt ár hef ég búið mig undir að ganga eins langt og ég þoli, að reyna að komast á ystu mörkin. ’’ Mennirnir tveir fara á fætur klukkan þrjú eftir miðnætti. Til þess að koma 1 veg fyrir vökvatap, sem gerist oft í svona mikilli hæð, drekka ÚRVAL þeir eins mikinn vöka og þeir geta og klæða sig í svefnpokunum. ,,Um leið og við Peter komum út úr tjaldinu fáum við slydduna í andlitið. Himinninn er þungur af skýjum, hvass vindur ýlfrar úr suðri og þoka liggur yfir dölunum. í nokkur andartök erum við sem lamaðir. Síðan tek ég þá ákvörðun að fara eins langt og hægt er . . . Við förum hægt núna. Við köfum snjóinn upp að hnjám og troðum hann niður jafnóðum. Með nokkurra skrefa millibili höllum við okkur fram á ísaxirnar til þess að hvílast og opnum um leið munninn upp á gátt til þess að ná andanum. Mér finnst ég verða að leggjast niður til þess að geta andað. Við bindum okkur saman. Ég klíf niður í gjána sem aðskilur suður- tindinn frá raunverulega tindinum og þreifa mig áfram. Rétt fyrir neðan Hillary þrepið, sem er erfiðasti hluti sjálfs tindsins, stansa ég og Peter nær mér. Síðan klíf ég upp klettavegginn með þremur til fjórum hvíldum. Andardráctur okkar er svo erfiður að við höfum varla næga krafta til þess að halda áfram. Með tíu til fímmtán skrefa millibili föllum við í snjóinn, hvílumst og skríðum áfram. Síðustu skrefin að tindinum eru engin hindrun. Þegar ég er kominn alla leið sest ég og læt fætur mína dingla fram af hengifluginu. Þegar Peter kemur að hlið mér og leggur handleggina utan um mig fyllast augu okkar beggja af tárum. ’ ’
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.