Úrval - 01.12.1980, Qupperneq 18
16
Frásögn Messners sjálfs af þessari
sögulegu fjallgöngu er heillandi
frásögn af stórkostlegu klifi og
samþjöppuð heimspeki þess manns
sem sífellt reynir að þenja út
takmörk hins mögulega. Hann
skrifar: ,,Ég er ekki kominn til þess að
klífa Everest með öllum hugsanlegum
ráðum. Ég er kominn til þess að
kynnast því, eins stórkostlegu og
erflðu og það í rauninni er. Ég er
ákveðinn í að gefast upp á að ná
tindinum ef ég kemst hann ekki án
súrefnisgrímu.
Til þess að geta skynjað hrikalega
hæð Everest verð ég að klífa það án
hjálpartækja. Aðeins þá mun ég skilja
hvað það er sem grípur mann þarna
uppi, hvaða nýjar víddir opnast fyrir
honum og hvort hann getur öðlast ný
tengsl við alheiminn. ’ ’
6. maí hefst lokaáfangi
ferðarinnar. Messner, Habeier og þrlr
Sherpar klífa upp að tjaldbúð þrjú, !
7.193 metra hæð. Næsta dag fara þeir
um South Col, sem er líklega hæsta
skarð í heimi, Sherparnir snúa aftur
til baka. Messner skrifar:
,,Þá er allt tilbúið fyrir úrslita-
daginn. Ég safna allri orku minni
saman fyrir mesta átak lífs míns, átak
sem á að fullnægja forvitni minni og
metnaði. I heilt ár hef ég búið mig
undir að ganga eins langt og ég þoli,
að reyna að komast á ystu mörkin. ’’
Mennirnir tveir fara á fætur
klukkan þrjú eftir miðnætti. Til þess
að koma 1 veg fyrir vökvatap, sem
gerist oft í svona mikilli hæð, drekka
ÚRVAL
þeir eins mikinn vöka og þeir geta og
klæða sig í svefnpokunum.
,,Um leið og við Peter komum út
úr tjaldinu fáum við slydduna í
andlitið. Himinninn er þungur af
skýjum, hvass vindur ýlfrar úr suðri
og þoka liggur yfir dölunum.
í nokkur andartök erum við sem
lamaðir. Síðan tek ég þá ákvörðun að
fara eins langt og hægt er . . .
Við förum hægt núna. Við köfum
snjóinn upp að hnjám og troðum
hann niður jafnóðum. Með nokkurra
skrefa millibili höllum við okkur fram
á ísaxirnar til þess að hvílast og
opnum um leið munninn upp á gátt
til þess að ná andanum. Mér finnst ég
verða að leggjast niður til þess að geta
andað.
Við bindum okkur saman. Ég klíf
niður í gjána sem aðskilur suður-
tindinn frá raunverulega tindinum og
þreifa mig áfram. Rétt fyrir neðan
Hillary þrepið, sem er erfiðasti hluti
sjálfs tindsins, stansa ég og Peter nær
mér. Síðan klíf ég upp klettavegginn
með þremur til fjórum hvíldum.
Andardráctur okkar er svo erfiður
að við höfum varla næga krafta til
þess að halda áfram. Með tíu til
fímmtán skrefa millibili föllum við í
snjóinn, hvílumst og skríðum áfram.
Síðustu skrefin að tindinum eru
engin hindrun. Þegar ég er kominn
alla leið sest ég og læt fætur mína
dingla fram af hengifluginu. Þegar
Peter kemur að hlið mér og leggur
handleggina utan um mig fyllast
augu okkar beggja af tárum. ’ ’