Úrval - 01.12.1980, Page 28

Úrval - 01.12.1980, Page 28
26 ÚRVAL í öðru atriði stóð Hermann á stöng sem hvíidi á tveim mönnum og Karl stóð á höndunum á herðum hans. Hn atriðið sem gerði þau virkilega fræg var sjö manna píramídinn. Karl átti hugmyndina að honum 1947, hann átti eftir að færa þeim sigur og sorgir. Píramídinn samanstóð af fjórum mönnum neðst, tveir þeir fyrri og tvcir þeir síðari tengdir saman með stöngum á herðunum. Karl og Hermann, líka tengdir saman með stöng, voru á annarri hæðinni og vógu salt á stöngum þeirra í fyrstu röðinni. Á efstu hæðinni var svo annaðhvort Helen eða yngri systir hennar, sem sat eða stóð á stól sem vó salt á annarri hæðinni. Hópurinn byrjaði æfingará línu í 1 m hæð yfir jörð. svo 3,60 m og að lokum í 12 m. Karl hamraði á viðvör- unum. ..Aldrei missa jafnvægis- stöngina. Gerðu hana hluta af sjálf- um þér. í henni felst öryggi þitt. Ef þú missir stöngina hættirðu þínu eigin lífi og allra hinna, sem eru á línunni. ’' ..Einbeittu þér að línunni,” endurtók Karl. Einbeiting gerði sjö manna píramldann hæfan til að standast það óvænta. Eitt sinn slaknaði vírinn um 13 sm. Allar jafn- vægisstengurnar rugguðu hættulega, en hver einstaklingur hélt sinni uppréttu stöðu og píramídinn hélt sér. Á sýningum undir beru lofti stóðst píramídinn helliskúr og óvæntar vindsveiflur. HELEN GIFTIST KARLI 1933 og hætti við sirkusinn 1939, en fvlgdi honum á ferðum hans yfír sumar- mánuðina. En að vera áhorfandi var frábrugðið því að vera sjálfur með; hún þoidi ekki hræðsluna og æsinginn og lá á bæn óttaslegin í herbergi sínu meðan á sýningum stóð. Eftir tvö surnur gafst hún upp á að fylgja þeim og var eftir heima. Hann hafði símasamband við hana daglega. Þegar hann kom svo aftur heim reyndi hann að hjálpa til við að halda heimilinu 1 lagi. Helen vildi ekki að hann gerði það. ,,Svo þokka- fullur sem hann var í loftinu var hann klossaður á jörðu niðri,” rifjar hún upp. ,,Hann gat ekki hengt upp mynd án þess að slá hamrinum á þumalfingurinn. Eitt sinn er hann var að mála vegg datt hann úr stiganum og braut tvo fingur. í JANÚAR 1962 fór flokkurinn með píramídann fræga í Shrine sirkusinn í Detroit. Á sýningu annað kvöldið byggðist píramldinn mjúklega upp undir stjórn Gunthers, þess fjórða í neðstu röð. Á miðri ltnu varð leikrænt hik, þegar Jana, sem var í efstu röð, stóð upp á stólnum, sem vó salt milli Karls og Hermanns. Þá þokaðist þessi 650 kílóa píramídi áfram í áttina að endanum á ltnunni. Um fimmtán fet frá endanum stansaði Dieter Schepp, sá fyrsti í neðstu röðinni, og stöngin hans riðaði. Karl kallaði á þýsku. ,,Hvað er að?”
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.