Úrval - 01.12.1980, Page 30
28
ÚRVAL
íþróttavelli. Árið 1970 er hann var 65
ára að aldri gerði hann samning um
300 metra göngu í röskum 230
metrum yfir Tallulah Gorge í
Georgíu. Um 30.000 manns borguðu
aðgangseyri.
Að klifra upp að línunni var mikið
þrekvirki út af fyrir sig. Karl lyfti
jafnvægisstönginni, leit yfir mann-
fjöldann og steig út á línuna. Fyrstu
skrefin voru óstöðug svo varð hann
styrkari. Á miðri leið stansaði hann,
beygði sig rólega í hnjánum, lét
stöngina hvíla á línunni og stóð á
haus. Dynjandi fagnaðaróp glumdu
frá mannfjöldanum. Slakinn á
línunni var um 20 metrar, þess vegna
var síðari helmingur göngunnar upp í
móti, og jafnvægisstöngin var þyngri.
En Karl var brosleitur er hann iauk
við þessa tuttugu mínútna göngu.
Helen faðmaði hann að sér og hét
sjálfri sér því að horfa ekki framar á
sýningaratriði hans. Framkvæmda-
stjóri hans, Stephanie Shaw, faðmaði
hann líka að sér — og hellti martini í
glas handa honum.
Snemma í mars 1978 fór Karl
ásamt hinni 17 ára gömlu Riettu, sem
var barnabarn hans, Farreil Hettig, 22
ára, og Phillip Gikas, 25 ára, til
Puerto Rico til að slást í hóp Pan
American sirkussins.
Þetta unga fólk dáði hinn 73 ára
gamla leiðtoga sinn. Þriggja ára hafði
Rietta hrifist af línunni og beðið afa
sinn sem hún kallaði alltaf Vati að
kenna sér. Tíu árum síðar var hún
orðin atvinnumanneskja. Farrell
hafði fengið þjálfún hjá Karli og unn-
ið með honum í sjö ár. Árið áður
hafði Phillip slegist í hóp þeirra,
frumraun hans átti að vera í San Juan.
Á annarri viku samnings þeirra bað
framkvæmdastjóri sirkussins Karl um
að ganga milli tveggja hótela til að
vekja enn frekari athygli á sirkusnum.
Karl samþykkti strax.
En Stephanie Shaw var full
efasemda. Þessi ganga virtist
reglulega harðsnúin. Það átti að
strengja línuna milli tíundu
hæðanna, 40 metra yfir götunni og
ómögulegt að mæla uppstreymið eða
vindinn af hafinu. Þegar Stephanie
gat ekki talið hann af þessu bað hún
Helen að tala sínu máli.
Helen flaug til San Juan og bað
Karl að hætta við þessa auglýsinga-
göngu. „Hvers vegna að gera þetta,
Karl?”
,,F,g gaf manni sem ég hef þekkt
lengi loforð um þetta.
,,En það er svo mikill vindur þarna
uppi. Eg vildi heldur að þú gengir á
bak orða þinna en þú hálsbrytir þig. ”
„Helen, þetta er bara gola. Ég hef
gengið lengri göngu í meiri vindi. ’ ’
Helen stundi og gafst upp. Á
þriðjudeginum röltu þau Karl saman
um í Old San Juan, hönd í hönd.
,,Þau voru eins og kærustupar,”
sagði Phillip slðar.
Um 10.30 morguninn eftir fór fólk
að safnast saman á götunni neðan-
undir. Helen fór með Karli í hótel-
herbergið þaðan sem gangan átti að
hefjast. Hún sat stíf í sófanum en