Úrval - 01.12.1980, Qupperneq 33
31
BARÁTTAN VIÐ EITURLYFJASMYGLARANA
ára, stjórnaði hinum hluta hópsins,
sem beið í bílum sínum í grenndinni.
Klukkan 5.20 sá Mike Knox Piper
vélina koma inn til lendingar, og rétt
hjá lendingarstaðnum birtist bíll af
gerðinni Ford Granada. Þrír menn
stukku út úr flugvélinni og báru
gámana í skyndingu yfir að
Fordinum. Þegar Knox sá þá snúa
aftur að vélinni með tvo nákvæmlega
eins gáma, sem að sjálfsögðu höfðu
að geyma ósvikna varahluti, sem
tollgæslan í Teesside hafði ekkett við
að athuga, þá beið hann ekki
boðanna, en kallaði í talstöðina til
félaga sinna, sem biðu í bílum sínum
utan flugvallarins: „Alltí lagi, hefjist
handa!”
Bílstjóra Fordsins varð fyrst fyrir að
reyna að flýja, þegar bílarnir þyrptust
skyndilega að, en einn
tollgæslumannanna ók þegar í stað í
veg fyrir hann. Annar ók bíl sfnum
þvert fyrir flugvélina, sem sýnilega
átti að taka á loft, og það hefði raunar
tekist, þrátt fyrir bílinn, ef Terry
Byrne hefði ekki komið í veg fyrir það
með snarræði sínu. Hann stökk upp á
annan flugvélarvænginn og hékk þar
örskammt frá þjótandi hreyflinum og
raskaði þar með jafnvægi flug-
vélarinnar, svo að hún komst ekki á
loft.
Árangurinn af fyrirsátinni og
snarræði Terrys Byrne: I gámunum,
sem áttu að verða eftir í Blyborough,
fannst kannabisefni, virt á 250.000
sterlingspund. Þar urðu endalok
snilldarlega einfaldrar áætlunar, sem
unnt hefði verið að beita aftur og
aftur til að smygla inn ólöglegum
fíkniefnum. I þess stað hlutu
mennirnir fimm, sem hér komu við
sögu, samtals rúmlega fimmtán ára
fangelsisvist.
16.000 eiturlyfjaneytendur í
Bretlandi?
Aðgerðin var dæmigerð fyrir
áhættusamt og krefjandi starf 150
óeinkennisklæddra liðsmanna
rannsóknardeildar tollgæslunnar í
Bretlandi, sem beina spjótum sínum
aðallega að eiturlyfjasmygli. Á síðasta
ári fundust eiturlyf fyrir andvirði 40
milljón sterlingspunda, en þar voru
ekki aðeins að verki ofangreindir
óeinkennisklæddir tollgæslumenn,
helduröll breska tollgæslan.
Fyrir tíu árum var aðalverkefni
breskra tollgæslumanna, sem eru um
6000 talsins, að ná inn tekjum af
ferðamönnum, sem reyndu að sleppa
við að greiða tolla af vörum eins og
myndavélum, úrum og tóbaki. ,,Nú
til dags fáumst við nánast eingöngu
við eiturlyfjasmyglara,” segir einn
embættismannanna á Heathrow flug-
vellií London.
Árið 1968, þegar eiturlyf tóku að
berast til Bretlands í ríkum mæli,
voru alls 47 manns dæmdir fyrir
eiturlyfjasmygl. Síðasta ár vom þeir
750. í fyrstu var Bretland aðeins
viðkomustöð í hinu alþjóðlega smygl-
kerfi. Nú hins vegar er umtalsverður
hlud smyglaðra eiturlyfja ætlaður til