Úrval - 01.12.1980, Side 42

Úrval - 01.12.1980, Side 42
40 heilans. I þessu hliði er hægt að stilla sársaukamerkin — sama hve mikil — eða útrýma algjörlega með hreyfmgu tauganna. Kenningin er byggð á þeirri stað- reynd að það eru bæði stórar og litlar taugar sem flytja sársaukamerkin. Litlar taugar bera skilaboð til heilans um reynslu svo sem hita, kulda, kitl eða kláða, en þegar það eykst um of framleiða þær sársaukamerki. Stórar taugar bera skilaboð um snertingu.. Mismunandi tilfinning Þegar taugarnar eru örvaðar vin- gjarnlega, til dæmis með handa- bandi, eða kossi, þá starfa hinar tvær gerðir af taugum ! einhvers konar jafnvægi og heilinn fær engin skila- boð um sársauka. En ef við klemmum höndina á milli þegar hurð er lokað svo að snertingin verður hörð, þá auk- ast sársaukamerkin og hin hindrandi hreyfing stóru tauganna er yfírbuguð í sársaukamiðstöð mænunnar. Hliðið opnast og merkin hraða sér til heil- ans. Nálastunguaðferð getur rétt jafn- vægið við og lokað hliðinu hjá sumum sjúkJingum. Kona ein upp- götvaði að höfuðkvalirnar sem höfðu þjáð hana daglega í 20 ár linuðust í tvo klukkutíma í hvert skipti þegar húð hennar var stungin í blóðtöku. Þó að læknirinn hennar fullvissaði hana um að það væri algjör tilviljun að kvalirnar linuðust, fór hún til leið- andi nálastungulæknis. Hann setti nál inn í á sama stað á olnboganum og ÚRVAL blóð hafði verið tekið og höfuð- verkurinn hvarf samstundis. Smám saman, með hjálp frekari nálastungumeðferða, læknuðust kvalir hennar næstum algjörlega. Hliðarkenningin hjálpar líka að út- skýra hve mörg þjóðráð eins og íspokar, sinnepsplástrar, nudd og hitapokar geta haft gagnverkandi áhrif og dregið úr óþægindum. Þó að hliðarkenningin sé hvorki al- menn né algjörlega samþykkt, hafa nýjar ályktanir á verkjahringnum framkallað endurfæðingu í vísinda- legum hugsunum og leitt til nýrrar og tiltölulega einfaldari tækni til að meðhöndla kvalir. Stundum eraðeins um að ræða að kenna sjúklingum að lina spennu í vissum vöðvum. Alison White, þrítug að aldri, var líkamlega veik og þjáðist af höfuð- kvölum á hverjum degi þar sem hún vann í bókasafninu. Læknirinn hennar greindi þetta sem mígrene, en lyfin, sem henni voru gefin hjálpuðu lítið; eftir fjögur ár gat hún ekki litið framan í nokkurn mann vegna kval- anna og hún varð næstum því ein- setukona. Taugaprófanir á Queen Elizabeth sjúkrahúsinu í Birmingham leiddu engin líffæraleg veikindi í ljós — verkirnir voru í raun og veru höfuð- verkir vegna spennu. Sálfræðingurinn sem skoðaði Alison ályktaði að hún væri kvíðafull og feimin og hún léti það í ljós þegar ókunnugir kæmu til að skipta bókum, með því er virtist að hnýta litla hnúta í vöðvunum í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.