Úrval - 01.12.1980, Page 42
40
heilans. I þessu hliði er hægt að stilla
sársaukamerkin — sama hve mikil —
eða útrýma algjörlega með hreyfmgu
tauganna.
Kenningin er byggð á þeirri stað-
reynd að það eru bæði stórar og litlar
taugar sem flytja sársaukamerkin.
Litlar taugar bera skilaboð til heilans
um reynslu svo sem hita, kulda, kitl
eða kláða, en þegar það eykst um of
framleiða þær sársaukamerki. Stórar
taugar bera skilaboð um snertingu..
Mismunandi tilfinning
Þegar taugarnar eru örvaðar vin-
gjarnlega, til dæmis með handa-
bandi, eða kossi, þá starfa hinar tvær
gerðir af taugum ! einhvers konar
jafnvægi og heilinn fær engin skila-
boð um sársauka. En ef við klemmum
höndina á milli þegar hurð er lokað
svo að snertingin verður hörð, þá auk-
ast sársaukamerkin og hin hindrandi
hreyfing stóru tauganna er yfírbuguð
í sársaukamiðstöð mænunnar. Hliðið
opnast og merkin hraða sér til heil-
ans.
Nálastunguaðferð getur rétt jafn-
vægið við og lokað hliðinu hjá
sumum sjúkJingum. Kona ein upp-
götvaði að höfuðkvalirnar sem höfðu
þjáð hana daglega í 20 ár linuðust í
tvo klukkutíma í hvert skipti þegar
húð hennar var stungin í blóðtöku.
Þó að læknirinn hennar fullvissaði
hana um að það væri algjör tilviljun
að kvalirnar linuðust, fór hún til leið-
andi nálastungulæknis. Hann setti nál
inn í á sama stað á olnboganum og
ÚRVAL
blóð hafði verið tekið og höfuð-
verkurinn hvarf samstundis.
Smám saman, með hjálp frekari
nálastungumeðferða, læknuðust
kvalir hennar næstum algjörlega.
Hliðarkenningin hjálpar líka að út-
skýra hve mörg þjóðráð eins og
íspokar, sinnepsplástrar, nudd og
hitapokar geta haft gagnverkandi
áhrif og dregið úr óþægindum.
Þó að hliðarkenningin sé hvorki al-
menn né algjörlega samþykkt, hafa
nýjar ályktanir á verkjahringnum
framkallað endurfæðingu í vísinda-
legum hugsunum og leitt til nýrrar og
tiltölulega einfaldari tækni til að
meðhöndla kvalir. Stundum eraðeins
um að ræða að kenna sjúklingum að
lina spennu í vissum vöðvum.
Alison White, þrítug að aldri, var
líkamlega veik og þjáðist af höfuð-
kvölum á hverjum degi þar sem hún
vann í bókasafninu. Læknirinn
hennar greindi þetta sem mígrene, en
lyfin, sem henni voru gefin hjálpuðu
lítið; eftir fjögur ár gat hún ekki litið
framan í nokkurn mann vegna kval-
anna og hún varð næstum því ein-
setukona.
Taugaprófanir á Queen Elizabeth
sjúkrahúsinu í Birmingham leiddu
engin líffæraleg veikindi í ljós —
verkirnir voru í raun og veru höfuð-
verkir vegna spennu. Sálfræðingurinn
sem skoðaði Alison ályktaði að hún
væri kvíðafull og feimin og hún léti
það í ljós þegar ókunnugir kæmu til
að skipta bókum, með því er virtist að
hnýta litla hnúta í vöðvunum í