Úrval - 01.12.1980, Page 45
43
Nú eru komnar vélar sem ekki aðeins hlusta — þcer svara
fynrsig.
TALANDI TÖLVUR
— Thomas Hoover —
VERSU langt fram-
undan heldur þú að þær
tölvur séu sem ræða við
fólk í gegnum síma og
-35
*
H
íK/KrKíféíK tala alveg málfræðilega
rétt mál; sem vinna með læknum við
að meta sjúkdómseinkenni sjúklinga
og annaðhvort greina sjúkdóminn
eða mæla með frekari læknisrann-
sókn; sem hreinsa borðið í póker með
því að greina stíl hvers spilamanns?
Ef þú hefur svarað því til, að þetta
sé svo að segja í nútíðinni, hefur þú
rétt fyrir þér. Þannig vélar eru til og
þær em farnar að breyta lífi okkar.
Þær em allar hluti af heimi hinna til-
búnu vitsmuna, sem einn af upphafs-
mönnum þeirra, Marvin Minsky frá
Massachusettes Institute of Techno-
logy, lýsti svo: ,,Þau vísindi að fá
vélar til að gera hluti sem krefðust
vitsmuna ef þeir væm gerðir af
mönnum.”
Árum saman hefur verið vinsæit að.
nota tölvur til þess að tefla við og
jafnvel stórmeistarar hafa átt erfítt
með að máta tölvuna. Nicholas
Findler við fylkisháskóla New York í
Buffalo virðist nú vera kominn vel á
veg með að búa til tölvukerfi sem
getur sigrað flesta pókerspilara, sama
hver stíll þeirra er. Póker er sérstak-
lega athugaverður í þessu samhengi,
þar sem hann byggist upp á fleiru en
aðeins rökréttri hugsun að vinna;
sálarfræði er lykillinn í póker.
Það merkilegasta er að mótspilarar
tölvunnar, sem em einangraðir og
spila r gegnum stjórnborð og sjón-
varpsskerm, geta oft ekki sagt til um
hver mótspilara þeirra er tölvan. Leik-
ir sem þessir virðast ekki vera merki-
legir, en vísindamenn telja að þeir
séu að móta fyrirmynd að lausn
mannlegra vandamála — það er aðal-
markmið í rannsóknum á tilbúinni
vitneskju.
Þó að vélar eigi ekki í miklum
vandræðum með greiningar hafa þær
átt erfitt með mál. En núna þegar vís-
indamenn hafa fundið upp hvernig
breyta má hljóðum yflr á spjalda-
forma til geymslu í einingu með sam-