Úrval - 01.12.1980, Side 50
48
ÚRVAL
meðaltali, sem fengu Hodgkins sjúk-
dóminn svokallaða (krabbamein í
sogæðakerflð). Nú er þessi sjúkdómur
læknanlegur í mörgum tilfeilum,
segja Vincent T. DeVita yngri og
starfsbræður hans í Bandarísku
krabbameinsstofnuninni.
Hann og félagar hans hófu árið
1964 að kanna hvort blanda fjögurra
lyfja — mechlorethamine, vin-
cristine, procarbazine og prednisone
(kallað MOPP) — gerði gagn ef hún
væri gefin sjúklingum langt leiddum
af Hodgkins veiki og hvört forsvar-
anlegt væri að gefa þeim þessa lyfja-
blöndu. Árið 1976 höfðu 198 sjúkl-
ingar af þessu tagi verið meðhöndl-
aðir með MOPP. Áttatíu prósent
höfðu engin einkenni sjúkdómsins
eftir þriggja mánaða MOPP meðferð,
og af þessum áttatíu prósentum hafa
68 prósent — alls 107 sjúklingar —
verið lausir við sjúkdóminn í áratug
frá því að meðferð lauk.
Science News
JÚ, VÍST BORGAR SIG AÐ
HREYFA SIG!
Enn fá þeir góðar fréttir, sem
nenna að leggja nokkuð á sig. Hópur
lækna við Duke háskóla segir í The
New England Journal of Medicine frá
nýrri sönnun þess, að reglubundin
veruleg áreynsla eykur hæfni lík-
amans til að leysa upp blóðtappa.
Þegar blóðtappi lokar hjarta- eða
heilaæð, getur afleiðingin oft verið
hjartaslag eða heilablóðfall. Náttúr-
leg varnarviðbrögð líkamans eru líf-
fræðileg efnaskipti, sem eyða blóð-
tappanum. Því betur sem þessi efna-
skipti vinna, því minni líkur eru til
varanlegs skaða.
Vísindamennirnir í Duke mældu
hin tappaeyðandi efni í blóði 69
aðila. Þetta voru sjálfboðaliðar sem
prófaðir vom fyrir og eftir að þeir
undirgengust nákvæma tíu vikna
þjálfunaráætlun, þar sem þe.ir hlúpu í
hálftíma í senn þrisvar í vikui Eftir
þennan þjálfunartíma vom frámköll-
uð tappaeinkenni í ltkama þeirra með
því að loka fyrir blóðrásina á ákveðn-
um stöðum og efnaskiptin mæld. I
ljós kom, að trefjaeyðandi efni mynd-
uðust bæði fljótar og í meira mæli
eftir þjálfunarlotuna en fyrir hana.
Mest áberandi var þessi framför í kon-
um almennt og körlum sem vom illa
á sig komnir til að byrja með og með
mjög lágt magn trefjaeyðandi efna.
Enn veit enginn hvernig á því
stendur að áreynsla dregur úr líkum á
æðasjúkdómum, en niðurstöður
læknanna í Duke geta verið hluti af
mögulegri skýringu.
Úr Newsweek
SÉÐ INN í
HEILANN
Það hefur lengi verið draumur
mannanna að geta séð inn í heilann
og það sem þar fer fram án þess að
þurfa að gera nokkrum óskunda með
því. Nú er ný tækni á tdraunastigi,
sem virðist munu geta gert þetta
kleift.
Hér er um að ræða tækni sem á