Úrval - 01.12.1980, Side 64

Úrval - 01.12.1980, Side 64
62 ÚRVAL belgur. Stundum í löguninni eins og hörð kúla. Dýrið hristir fellingarnar, sem líkjast víðu pilsi eða skikkju. Sannkallaður leikari! Það ætla ég að kalla það: Leikari. Ég dáist stundar- korn enn að sýningunni, síðan syndi ég burt. Við hliðina á steini greini ég ávalt, grábrúnt flikki, enn einn kol- krabbann. Ég áætla stærðina. Skrokkurinn er tæplega tvö fet og armarnir meira en þrjú fet. Þessi er stór. Hann hlýtur að vega 15-20 kíló. Dýrið virðist ekki veita mér neina athygli. Samt fölnar það lítið eitt er ég nálgast. Það er því ekki sofandi og hefur orðið vart við mig, þótt það sýni engan sérstakan ótta. Ég strýk yfír skrokk þess, sem er eins og poki í laginu, og kolkrabbinn hreyfir sig lítillega. Ég ætla að kalla hann Ofur- huga. Óvænt veiti ég eftirtekt gildum fálmurum í djúpri sprungu þarna rétt hjá. Undarlegt. Kolkrabbar halda sig venjulega í hæfilegri fjarlægð hver frá öðrum. Hvað skyldi hafa dregið þessi tvö stóru dýr hvort að öðru? Ég ætla að komast að því með því að fylgjast vel með þeim. Botninum hallar stöðugt niður á við og dýpið er nú um 10 metrar. Skörðóttum klettum hallar í átt að flatlendi, sem snarbrattir klettar liggja að á aðra hönd. Við kletta- vegginn heldur sig meðalstór kol- krabbi. Er dýrið sér mig sleppir það klettaveggnum, spýtir frá sér skýi af bleksvörtum vökva og tekur að synda í átt að yfirborðinu. Ég fylgi kol- krabbanum. Skyndilega breytir hann um stefnu og skríður hratt niður á við eftir klettunum með hjálp armanna. En þegar ég tek stefnuna í átt til hans, hendist kolkrabbinn aftur af stað. Þetta endurtekur sig nokkrum sinnum. Að lokum er dýrið uppgefið. Örmagna þrýstir það líkama sínum að steinunum og fylgist með mér nálgast. Óttasleginn belgir kol- krabbinn sig út, veifar í kringum sig fálmurunum, teygir þá upp, lyftir sér frá steininum og þrýstir sér síðan að honum aftur. Kolkrabbinn verður til skiptis fölgrár og rauður á litinn. Nú hefur hann róast nokkuð, en öðru hvoru fer skjálfti um líkama hans. „Svona, gamli geðillskupúki? Þú minnir mig á sumt fólk, sem hrópar upp að ástæðulausu, eldroðnar og augun standa á stilkum. Það er lengi á eftir að jafna sig og heldur áfram að nöldra og muldra . . Ég syndi framhjá nokkrum fleiri stöðum þar sem kolkrabbar eru vanir að halda sig. Og þarna er stór, ferkantaður steinn í miðjunni á stórum grynningum ekki langt frá ströndinni. Undir steininum er hola og í henni lítill kolkrabbi, saman- hnipraður. Dýpið er um þrír metrar, botninn er sléttur og enginn þétt- vaxinn sjávargróður. Þetta er hentugur staður til þess að skoða kol- krabbann. Hann virðist rólegur þótt hann sé lítill. Ég hugsa það sé vegna stærðarinnar. Ég ætla að kalla hann Barnið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.