Úrval - 01.12.1980, Síða 65

Úrval - 01.12.1980, Síða 65
HVERNIG EG TAMDI KOLKRABBA 63 Ég syndi um stundarkorn enn, en kem ekki auga á fleiri kolkrabba. Jæja, þetta var ekki svo slæmt, fímm dýr, mismunandi að stærð, á svona litlu svæði (70-80 metra meðfram ströndinni og um 50 metra út frá henni. Fleiri fundir eru í vændum, á því er enginn efi. ÉG TEK UPP poka með smáfiski, sem ég hef haft með mér, og geng til sjávar. Mig langar að vita, hvort kol- krabbinn þiggur mat af mér. Ég syndi í áttina að Einbúanum. Hann liggur t sömu stellingum. Fálmararnir dregnir inn undir líkama hans. Ég tek nokkra fiska, set þá framan við hellis- munnann, syndi spölkorn burt og held kyrru fyrir. Líkami minn er að verða stirður af kulda. Og Einbúinn hreyfir sig ekki og lítur ekki einu sinni á fiskinn. Þetta er nóg, ég er orðinn kaldur inn að beini. Ég get ekki meira í dag. Ég flýti mér að eldinum, sem Sergei, sem er mjög nærgætinn, hlýtur að vera búinn að kveikja. ,,Láttu þetta ekki á þig fá,” hughreystir hann mig. ,,Ef hann vill ekki smáfiskinn, skal ég veiða nokkra aborra eða jafnvel krabba. Auk þess var ströndin í fyrradag öll stráð dauðum fiski, veikburða fiski, sem hefur skolað á land eftir hrygningu. Kolkrabbinn hlýtur að hafa étið yfir sig hreint og beint.” Ég ákveð að færa kolkrabba á grynningar og fylgjast þar með atferli hans. Eg vel einn sem kallaður er Bjarnarhúnninn. Ég kafa og finn kolkrabbann. Bjarnarhúnninn liggur fyrir, en það er auðveldara að veiða kolkrabba, þegar hann er á sundi. Nokkrum sinnum nálgast ég dýrið hratt, veifa höndunum fyrir framan augu þess. En það lætur ekki hræðast. Ég reyni að vekja það, reisa það upp af botninum og fá það til þess að skríða. Varlega nudda ég dýrið og kitla. Nú lyftir það líkamanum lítilsháttar. Ögn meiri tilburði og kolkrabbinn fer að skríða. Með því að ýta létt við dýrinu stýri ég því inn á svæði vaxið þangi. Er þangað kemur mun dýrið missa snertinguna við grjótið, sjávargróðurinn hindrar hana. Jafnskjótt og Bjarnarhúnninn er kominn inn yfir þangið, flýti ég mér til hans, gríp um hann með báðum höndum og rykki honum upp á við. En einhvern veginn tekst kolkrabb- anum að ná taki á botninum. Ég lít aftur og niður og sé tvo af örmum hans teygjast mjög. Ég toga af öllum kröftum. Þetta er úrslitastundin. Mér tekst að rykkja Bjarnarhúninum lausum og saman skýtur okkur upp á yfirborðið. Ég hef engan tíma til þess að snúa honum þannig að fálmarar hans snúi frá mér. Mín eina hugsun þessa stundina er, hvernig ég geti haldið taki mínu á kolkrabbanum. Ég þrýsti honum upp að mér. Dýrið leit- ast við að klifra niður og fálmarar þess vefjast um mig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.