Úrval - 01.12.1980, Qupperneq 65
HVERNIG EG TAMDI KOLKRABBA
63
Ég syndi um stundarkorn enn, en
kem ekki auga á fleiri kolkrabba.
Jæja, þetta var ekki svo slæmt, fímm
dýr, mismunandi að stærð, á svona
litlu svæði (70-80 metra meðfram
ströndinni og um 50 metra út frá
henni. Fleiri fundir eru í vændum, á
því er enginn efi.
ÉG TEK UPP poka með smáfiski,
sem ég hef haft með mér, og geng til
sjávar. Mig langar að vita, hvort kol-
krabbinn þiggur mat af mér. Ég
syndi í áttina að Einbúanum. Hann
liggur t sömu stellingum. Fálmararnir
dregnir inn undir líkama hans. Ég tek
nokkra fiska, set þá framan við hellis-
munnann, syndi spölkorn burt og
held kyrru fyrir. Líkami minn er að
verða stirður af kulda. Og Einbúinn
hreyfir sig ekki og lítur ekki einu
sinni á fiskinn.
Þetta er nóg, ég er orðinn kaldur
inn að beini. Ég get ekki meira í dag.
Ég flýti mér að eldinum, sem Sergei,
sem er mjög nærgætinn, hlýtur að
vera búinn að kveikja.
,,Láttu þetta ekki á þig fá,”
hughreystir hann mig. ,,Ef hann vill
ekki smáfiskinn, skal ég veiða nokkra
aborra eða jafnvel krabba. Auk þess
var ströndin í fyrradag öll stráð
dauðum fiski, veikburða fiski, sem
hefur skolað á land eftir hrygningu.
Kolkrabbinn hlýtur að hafa étið yfir
sig hreint og beint.”
Ég ákveð að færa kolkrabba á
grynningar og fylgjast þar með
atferli hans. Eg vel einn sem kallaður
er Bjarnarhúnninn.
Ég kafa og finn kolkrabbann.
Bjarnarhúnninn liggur fyrir, en það
er auðveldara að veiða kolkrabba,
þegar hann er á sundi. Nokkrum
sinnum nálgast ég dýrið hratt, veifa
höndunum fyrir framan augu þess.
En það lætur ekki hræðast. Ég reyni
að vekja það, reisa það upp af
botninum og fá það til þess að skríða.
Varlega nudda ég dýrið og kitla.
Nú lyftir það líkamanum lítilsháttar.
Ögn meiri tilburði og kolkrabbinn fer
að skríða. Með því að ýta létt við
dýrinu stýri ég því inn á svæði vaxið
þangi. Er þangað kemur mun dýrið
missa snertinguna við grjótið,
sjávargróðurinn hindrar hana.
Jafnskjótt og Bjarnarhúnninn er
kominn inn yfir þangið, flýti ég mér
til hans, gríp um hann með báðum
höndum og rykki honum upp á við.
En einhvern veginn tekst kolkrabb-
anum að ná taki á botninum. Ég lít
aftur og niður og sé tvo af örmum
hans teygjast mjög. Ég toga af öllum
kröftum. Þetta er úrslitastundin. Mér
tekst að rykkja Bjarnarhúninum
lausum og saman skýtur okkur upp á
yfirborðið. Ég hef engan tíma til þess
að snúa honum þannig að fálmarar
hans snúi frá mér. Mín eina hugsun
þessa stundina er, hvernig ég geti
haldið taki mínu á kolkrabbanum. Ég
þrýsti honum upp að mér. Dýrið leit-
ast við að klifra niður og fálmarar þess
vefjast um mig.