Úrval - 01.12.1980, Síða 68

Úrval - 01.12.1980, Síða 68
66 ÚRVAL öðrum og féllu niður. Dýrin skriðu hvort frá öðru. Einvíginu var lokið. Ofurhugi hafði tapað og skreið hægt burtu í áttina að rótum klettanna. Dýrið virtist samanfallið, þótt það væri enn útblásið. Það var fölgrátt á lit, bar lit ósigurs og niðurlægingar. Eða var það kannski bara ímyndun mín, háfði dýrið aðeins róast og tekið á sig eðlilegt útlit? í DAG ER sólskin og sjórinn er spegilsléttur. Viðskotaillur liggur uppi á kletti rétt undir yfirbotðinu. Eg kitla dýrið aftan frá. Það hreyfist aðeins einS og það vilji benda mér að fara burt og fellur aftur í alsælan dvala. Hvílík umbreyting frá því fyrir fáeinum dögum! Er kolkrabbinn þegar orðinn vanur nærveru minni? Lengra í burtu er sjórinn gruggugur umhverfis flatan stein. Ég skoða þetta betur og sé kolkrabba hulinn möl og sandi. Hvers vegna? Þetta hlýtur að vera Barnið. Hér er bælið þess og það er tómt. Bamið rótar langt undir steininn og þyrlar upp leðju. Nú koma fálmarar þess upp og sópa burt möl og lausagrjóti. Og aftur hverfa þeir undir steininn. Fáeinum andar- tökum síðar koma þeir aftur í ljós með byrði af möl og sandi. Svo Barnið er að reyna að kræla eitthvað undan steininum. Kolkrabbinn er á veiðum! Þetta er mér nýjung. Ég hef alltaf haldið, að kolkrabbarnir liggi í leyni fyrir bráðinni eða grípi hana með fálmurunum, er þeir synda um í sjónum. Og hér er kolkrabbi að veiða sér í matinn. Til þess að staðfesta til- gátu mína tek ég dýrið upp og sný því við. Ég hafði rétt fyrir mér. Nálægt munni þess sé ég hvítar hörpudisk- skeljar og ein þeirra er opin. Svo Barnið var að veiða hörpudisk, þreifaði eftir skeljunum í leðjunni. Inni í örmum kolkrabbans, sem eru með sogskálar, eru margir bragð- laukar. Þegar dýrið leitar sér að fæðu, fínnur það bráðina ekki aðeins með snertingu heldur og með bragð- skyninu. Nú datt mér nokkuð í hug! Ég skýst upp á yflrborðið og upp á land til þess að ná í fisk. Ég ætla að gera tilraun til þess að fóðra dýrið. Eftir truflunina liggur Barnið við stein með armana krosslagða. Ég set nokkra fiska hjá dýrinu en það gefur þeim engan gaum. Ég snerti arm þess, settan sogskálum, með fiski og sogskálarnar festast við hann. Armarnir vefjast um hann og fálmar- arnir seilast niður og fiskurinn hverfur undir líkama dýrsins. Ég læt fleiri fiska í fálmarana og þeir gera alltaf eins. Þettá var þá svona einfalt! Sergei hlýtur að hafa haft rétt fyrir sér: Þegar Einbúinn vildi ekki fiskinn, þá var kolkrabbinn einfald- lega mettur. Leikari þiggur einnig góðgerðirnar með þökkum. Eftir að hafa tekið tvo fiska kemur hann hálfur út úr bælinu. Eg set tvo fiska við innganginn og kolkrabbinn skríður til þeirra og ýtir fiskinum undir líkama sinn. Fáeinum andar- tökum síðar tekur silfurlitt hreistur að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.