Úrval - 01.12.1980, Side 77
..ÉGER VISS UM AÐ ÉG HEFÐl GETAÐ KYSSTHANA ’’
75
föstudagskvöldum æfði ég box í
boxklúbbi drengja í skólanum. Ef
ekki var eitthvað að ske I íþróttum f
skólanum á laugardögum fór ég í bíó,
þar sem hægt var að fá ímyndunar-
aflið í gang. Grundvöllur rómantískra
mynda var sá sami í þá daga, en fyrir
mig voru þær spegill lífsins, eins og
það átti að vera — falleg stúlka hitti
sjálfsöruggan, ungan mann sem
heillaði hana með snjöllum orðum,
cn ekki blómvöndum.
Vætusaman laugardag er ég var
enn undir áhrifum Union Depot
með Douglas Fairbanks jr. ráfaði ég
inn í búð sem var í næsta húsi við
bíóið. Við afgreiðslu í sælgætis-
horninu var stúlka sem ég hafði aldrei
séð áður. Hún var ljóshærð, á aldur
við mig, og þegar hún brosti komu
spékoppar í Ijós, Hún var fegursta
vera sem ég hafði augum litið. Mig
langaði til að hrífa hana með brosi og
gamanyrðum Fairbanks, en það eina
sem ég gat var að benda á skál og
segja skjálfandi röddu: ,,Ég ætla að
fá af þessu.”
Hún mokaði súkkulaðinu upp með
málmskóflu, vigtaði það og setti í
bréfpoka. Hendur okkar snertust
næstum þegarég borgaði henni.
Næstu vikur lifði ég í draumaheimi
með ljóshærðri stúlku með spékoppa,
sem brosti þegar ég notaði setningar
sem ég mundi úr kvikmyndum f
samræðum okkar.
Næsta laugardag höfst mitt
tvöfalda líf. Lið okkar ætlaði að leika,
en ég var snemma á ferli og hugurinn
snerist um að hitta aftur þessa nýupp-
götvuðu gyðju. Ég tók ákvörðun af
því tagi sem hafa oft orðið til að
breyta iífi manna. ,,Ég verð að sleppa
leiknum í dag,” sagði ég við
vagnstjórann sem ók liðinu okkar.
, ,mamma datt illa og ég verð að fara
heim aftur.
Það var meira en klukkutími þar til
'bíóið opnaði. Ég gekk oft framhjá
búðinni, sá stúlkuna, ætlaði að fara
inn en hætti við. — I örvæntingu
leitaði ég að einhverju til að segja við
hana en fann ekkert.
Þá mundi ég eftir setningu úr
Spencer Tracy og Joan Bennett kvik-
mynd: ,,Þú ert ný hérna.” Þetta
virtist fullkomin setning. Þarna rétt
hjá var skemmtigarður, ég settist þar
á bekk og endurtók með sjálfum mér
þessa upphafssetningu.
Þegar ég loksins fór inn í búðina
.reyndi ég að reika þar um í róleg-
heitum. Ég fór yfir í sælgætishornið
til að sjá þá ljóshserðu. En þar var þá
dökkhærð stúlka með síða eyrna-
hringi í staðinn. Áður en ég
uppgötvaði það hrökk setningin sem
ég hafði verið að æfa mig á út úr mér.
Sjálfsöryggið fauk út í veður og
vind og ég flúði inn í bíóið, þar sem
ég sat svo yfirkominn að fyrstu fímm
mínúturnar vissi ég ekkert hvað fram
fór á hvíta tjaldinu, þar sem aðal-
leikararnir voru Clark Gable og
Myrna Loy.
Það var orðið dimmt, þegar ég yfir-
gaf bíóið. Ég var nokkuð farinn að