Úrval - 01.12.1980, Side 80
78
ÚRVAL
opnuðust og María kom inn. Hún
brosti og kom til mín.
,,Halló,” sagði hún, ,,hefurðu
verið í burtu?”
Ég byrjaði að segja eitthvað, en
hávaðinn í lestinni gerði það erfitt svo
ég varð að vera nærri eyra Maríu. Ég
fann lyktina af ilmvatninu hennar,
hún var dásamleg. Ég mundi ekki
eina einustu kvikmyndasetningu
handa henni. Við stóðum þögul þar
til við komum að minni stöð. Þegar
dyrnar opnuðust minnkaði hávaðinn
um stund.
„Ferðu enn í búðina?” spurði
María.
,,Nei,” svaraði ég. ,,Ekki lengur.”
,,Ég er hætt að vinna þar,” sagði
hún.
Hjarta mitt tók kipp. Ef ég gæti
fundið út hvar hún ynni, þá gæti ég
hitt hana aftur. Ég spurði: ,,Hvar
vinnurðu núna?”
Hún var við hlið mér og sneri
andlitinu að mér. En þá byrjuðu
dyrnar að lokast og eins og ósjálfrátt
stökk ég út áður en hún gat svarað
mér.
Það var í síðasta sinn sem ég sá
Maríu.
Þegar gömlu myndinni I
sjónvarpinu lauk, hugsaði ég um
Maríu, gyðjuna mína í sælgætis-
horninu. Ég hafði verið of ungur og
óreyndur til að segja henni að mig
langaði að kynnast henni betur, og
þegar ég stóð upp til að slökkva á
sjónvarpinu sagði ég við sjálfan mig:
,,Ég er viss um að ég hefði getað kysst
hana ...”
Ég sá konuna mína á leið upp
stigann með hitapoka og haug af
tímaritum í fanginu. „Halló,”
kallaði ég til hennar, ,,Hvað ætlar þú
að gera eftir sýningu?” Það hljómaði
eins og hjá Pat O’Brien og ég roðnaði
allsekki. ★
Ég er húsamálari og veggfóðrari og hef alltaf lagt metnað minn í að
skila sem allra bestu verki. Þess vegna brá mér illilega í brún, þegar
ég kom á vinnustaðinn síðdegis einn daginn og uppgötvaði að ungi
aðstoðarmaðurinn minn hafði límt upp rándýrt veggfóður — með
mynstrið allt á hvolfi. En þar sem hann var nærri búinn og txminn var
naumur, ákváðum við að ljúka við þetta þannig og láta arka að auðnu.
Mér til mikillar undrunar virtist húseigandinn harla ánægður með
þetta. En þegar ég fékk verklaunin í ávísun, nokkrum dögum seinna,
var hvert einasta orð og hver einasti tölustafur á hvolfi á ávísuninni.
E. B.