Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 85
83
A REKIÁ RÚMSJÓ
hann sagði . . . ,,Ég held að þú sért
ekki nógu sterkur,” sagði ég.
,,0kkur mun reka smám saman að
landi ...”
Ég skil ekki ennþá í hvernig flug-
vélin gat verið komin svo nálægt áður
en ég sá hana. Hún flaug lágt, næst-
um beint fyrir ofan okkur. Ofsjónir?
Já, mér datt þetta í hug þegar vélin
kom í áttina tii okkar án þess að það
heyrðist nokkuð í henni. En þá
heyrðum við drunurnar.
Ég greip í skyrtu og ætlaði að veifa
henni af öllum kröftum. Hún datt úr
höndunum á mér og lenti í sjónum
og hoppaði í burtu. Vélin fór framhjá
og hún virtist ætla að fljúga endalaust
beint áfram. En þá beygði hún hægt.
,,Þeir hafa séð okkur!” hrópaði
Bill.
Vélin hringsólaði yfir okkur. Þetta
var stór flugvél ineð áletrunina
Bandaríska strandgæslan greinilega á
hliðinni. Lítil, marglit fallhlff sveif
niður og lenti á sjónum rétt hjá.
Bill náði í veiðistöng, festi öngul-
inn í fallhlífina og dró hana inn.
Skilaboðin sem voru í trékassa sögðu
að björgunarþyrla væri á leiðinni.
Vélin hringsólaði yfir okkur aftur.
Önnur marglit fallhlíf birtist. ,,Ég
skal veðja að þetta eru birgðir,” sagði
Bill.
Skelfingu lostnir
Henni hafði verið sleppt of seint.
Hún barst fyrir ofan okkur og lenti
100 metra frá okkur, undan vindi.
Áður en ég vissi hvað var að gerast,
var Bill kominn út fyrir borðstokkinn.
Hrollur fór um mig. Hann myndi
drukkna. Það eina sem mér datt í hug
að gera var að stökkva á eftir honum,
til að ná athygli hans. Ég var í sjón-
um, skelfingu lostinn af kuldanum
og æðinu, ég barðist um og öskraði
þangað til hann loksins sneri sér við
fog kom til baka.
„Asninn þinn!” hrópaði ég um
leið og við bröltum í bátinn. ,,Þú
hefðir ekki getað náð henni!
Næstum því tvær klukkustundir
liðu áður en vélin yfirgaf okkur og fór
í austur. Maginn í mér herptist af
ótta, en svo birtist þyrla úr sömu átt
og var brátt beint fyrir ofan okkur.
Lína var látin síga niður í bátinn og
við Bill vorum hífðir upp sinn í hvoru
lagi. Eg leit einu sinni niður úr þyrl-
unni og leitaði ofsalega áður en ég
fann Lazy, enn með gúmmíbátinn í
framstafninum, litadepill sem týndist
í öldunum. Hvernig hafði vélin
fundið okkur?
Einn af fimm. manna áhöfninni
bauð okkur appelsínusafa.
„Drekkið það rólega,” hrópaði
hann. „Eruðþið særðir?”
Bill hrópaði: „Við urðum ekki
einu sinni sjóveikir.”
„Okkur líður vel,” kallaði ég.
„Það er alveg satt. Við bjuggum til
eimingartæki. Við höfum haft vatn. ”
„Hve lengi hefur verið leitað?”
spurði Bill.
„Síðan á sunnudag. ’ ’
„Hvaðadagur erí dag?”