Úrval - 01.12.1980, Qupperneq 90
88
segir David Schwurtz, sem er meðal
þeirra, sem vinna að þessum
rannsóknum. Sé þessitilgáta rétt, er
þar fengin skýring á iífsfjöri, eirðar-
leysi, lystarleysi og minnkaðri svefn-
þörf, sem svo oft eru einkenni
ástfangins fólks og einnig fólks. sem
neytir amphetamíns.
Ef til vill kemur þó hlutverk efna-
fræðinnar skýrar i Ijós hjá fólki, sem
hefur lent í ástarsorg. Flest okkar hafa
annaðhvort eigin reynslu að miða við
eða hafa kynnst þjáningum annarra í
þessum kringumstæðum. Fólk í ástar-
sorg er niðurdregið og dauflegt,
óhuggandi og oftsinnis grátgjarnt, og
algengt er, að það reyndi að bæta sér
upp missinn með ofáti. í rauninni er
þetta fólk sjúkt, og sjúkdóms-
einkennin líkjast á athyglisverðan
hátt einkennum þeirra, sem eru að
reyna að venjisig af amphetamíni.
Á þá ástarsorg sér í rauninni efna-
fræðilegar rætur? Mjög líklega, segja
þeir dr. Michael Liebowitz og dr.
Donald Klein, starfsmenn fyrr-
greindrar stofnunar, en þeirra starf er
einkum fólgið í greiningu þung-
lyndissjúkdóma. Margir sjúkling-
anna, sem eru haldnir sérstaklega
miklu þunglyndi, hafa einmitt átt við
alvariegan vanda í ástamálum að
stríða, og þessir tveir geðlæknar hafa
sett fram þá tilgátu, að sumt af þessu
fólki kunni að hafa erft eða á annan
hátt hlotið óstöðuga stjórnun, sem
valdi því, að vissir fletir heilans, sem
senda frá sér amphetamínkennt efni.
ÚRVAL
ef til vill phenylethylamín, starfa
mjög sveiflukennt.
Allmargir sjúklinga þeirra viður-
kenna til dæmis að vera sérstaklega
fíknir í súkkulaði, þegar þeir eru í
þessu hugarástandi. ,,Það hefur
komið í ljós,” segir dr. Liebowitz.
,,að það er mikið phenylethylamín í
súkkulaði.” Enda þótt læknarnir vari
við of skjótum ályktunum, er freist-
andi að geta sér þess til, að súkkulaði-
átið sé ómeðvituð tilraun til þess að
verða sér úti um efni. sem heilinn
sendir ekki lengur frá sér í nægilega
miklum mæli.
En þrátt fyrir allar þessar
rannsóknir á sálrænum og lífeðlis-
fræðilegum þáttum ástarinnar erum
við svo sem ekki miklu nær um eðli
þessarar sérstöku reynslu. ,,Hvaðsem
öllu líður,” segir Nathaniel Branden
sálfræðingur, ,,þá hljótum við að
skilgreina rómantíska ást sem ástríðu-
fullt andlegt-tilfinningalegt-
kynfcrðislegt ástand, sem endur-
speglar djúpa virðingu fyrir
verðleikum mótaðilans.”
Og þar sem þannig ástand skapast
iðulega vegna þess að viðkomandi
voru , .sköpuð hvort fyrir annað '.
mælir, ekkert gegn því, að tvær
manneskjur geti skapað hamingju-
samt, langvarandi ástarsamband
einfaldlega með þvl að vinna að því
með öllum ráðum.
Ekki alls fyrir löngu héldu foreldrar
eins vinar míns hátíðlegt silfur-
brúðkaup sitt. ,,Hvað var það, sem