Úrval - 01.12.1980, Page 97

Úrval - 01.12.1980, Page 97
GÍRAFFI SEM GÆLUDÝR 95 kálfar cru of ungir þegar þeir eru veiddir þá geta þeir dáið vegna skorts á móðurmjólkinni. En ef þeir eru of gamlir þegar þeir eru veiddir þá geta leikar farið svo, að þeir hlaupi of lengi í eltingaleiknum, þannig að þeir deyi af ofreynslu. Daisy var 12 vikna eða meira og það gat vel hafa farið svo að hún hefði ofgert sér. Nú hafði hún sennilega 30% líkur á að lifa nóttina af. Og ef hún hefði það af, þá hefði hún 60% möguleika á að lifa af fyrstu 48 stundirnar eftir áreynsluna. Eina huggun okkar var sú að ef hún hefði verið áfram með hjörðinni þá hafði hún minna en 30% möguleika á að lifa af komandi mánuði. Mjólk og gul blóm Maðurinn minn, Jock, sér um Percival-ferðirnar, sem eru ljósmynda-safariferðir fyrir ferða- menn. Hús okkar í Nairobi í úthverfi Langata stendur á 300 ekrum ósnerts afrísks frumskógar. Við höfðum aðeins efni á að kaupa 15 ekrur, en hinar 285 ekrurnar eru óseldar, ósnertar. Og þar fyrir utan liggur Kitengela, risaslétta þar sem fjöldinn allur af villtum dýrum er, þar á meðal gíraffar. Þegar við fluttum inn fyrir nokkrum árum uppgötvuðum við að þrír villtir gíraffar — Tom, Dick og Harry — höfðu tekið sér bólfestu í næsta nágrenni. Það er vægast sagt upplifun að sitja í setustofunni okkar og horfa á þessa gömlu gíraffa bera og himin, með fjallið Kilimanjaro í baksýn (190 kílómetra í burtu). Eða þegar þeir arka niður heimkeyrsluna okkar, nartandi í lauf trjánna sem verða á vegi þeirra, eða þegar þeir standa og fylgjast með okkur eða garðyrkjumanninum að störfum. Að nóttu til sofa þeir oft á grasflötinni okkar. Gíraffar eru RISAVAXNIR. Fullvaxnir verða þeir allt að 6 metra háir og geta vegið 1500 kíló. Jock sem er meir en 190 sentimetrar á hæð, gæti (ef hann vildi fremja sjálfsmorð) gengið uppréttur undir gíraffa. í návígi eru þessi hæstu dýr heimsins einna líkust risaeðlum. En gíraffarnir þrír, nágrannar okkar, eru að eldast og svo getur farið að þeir lifl ekki öllu lengur. Hádegis- verðargestur hjá okkur sem fylgdist með þeim dag nokkurn sagði við okkur ,,Af hverju fáið þið ykkur ekki gíraffakálf — Rothschildkálf, einn frá Craigunum?” í Austur-Afríku eru þrjár undir- tegundir gíraffa: Masai gíraffinn, net- gíraffinn og Rothschild gíraffinn. Roth- schild gíraffar em sjaldgæftr í Kenya, að- eins 180 em á Hfi, allir í Soy á Lewa Downs sem er hinn risastóri búgatður hjónanna David og Delia Craig. En sá hluti landsbyggðarinnar var einmitt skipulagður undir jarðyrkju og er nú verið að skipta búgarði þeirra upp í þriggja hektara einingar þar sem afrískum fjölskyldum er ætlað að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.