Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 97
GÍRAFFI SEM GÆLUDÝR
95
kálfar cru of ungir þegar þeir eru
veiddir þá geta þeir dáið vegna skorts
á móðurmjólkinni. En ef þeir eru of
gamlir þegar þeir eru veiddir þá geta
leikar farið svo, að þeir hlaupi of
lengi í eltingaleiknum, þannig að
þeir deyi af ofreynslu. Daisy var 12
vikna eða meira og það gat vel hafa
farið svo að hún hefði ofgert sér. Nú
hafði hún sennilega 30% líkur á að
lifa nóttina af. Og ef hún hefði það
af, þá hefði hún 60% möguleika á að
lifa af fyrstu 48 stundirnar eftir
áreynsluna. Eina huggun okkar var sú
að ef hún hefði verið áfram með
hjörðinni þá hafði hún minna en
30% möguleika á að lifa af komandi
mánuði.
Mjólk og gul blóm
Maðurinn minn, Jock, sér um
Percival-ferðirnar, sem eru
ljósmynda-safariferðir fyrir ferða-
menn. Hús okkar í Nairobi í úthverfi
Langata stendur á 300 ekrum ósnerts
afrísks frumskógar. Við höfðum
aðeins efni á að kaupa 15 ekrur, en
hinar 285 ekrurnar eru óseldar,
ósnertar. Og þar fyrir utan liggur
Kitengela, risaslétta þar sem fjöldinn
allur af villtum dýrum er, þar á meðal
gíraffar.
Þegar við fluttum inn fyrir
nokkrum árum uppgötvuðum við að
þrír villtir gíraffar — Tom, Dick og
Harry — höfðu tekið sér bólfestu í
næsta nágrenni. Það er vægast sagt
upplifun að sitja í setustofunni okkar
og horfa á þessa gömlu gíraffa bera
og himin, með fjallið Kilimanjaro í
baksýn (190 kílómetra í burtu). Eða
þegar þeir arka niður heimkeyrsluna
okkar, nartandi í lauf trjánna sem
verða á vegi þeirra, eða þegar þeir
standa og fylgjast með okkur eða
garðyrkjumanninum að störfum. Að
nóttu til sofa þeir oft á grasflötinni
okkar.
Gíraffar eru RISAVAXNIR.
Fullvaxnir verða þeir allt að 6 metra
háir og geta vegið 1500 kíló. Jock sem
er meir en 190 sentimetrar á hæð,
gæti (ef hann vildi fremja sjálfsmorð)
gengið uppréttur undir gíraffa. í
návígi eru þessi hæstu dýr heimsins
einna líkust risaeðlum.
En gíraffarnir þrír, nágrannar
okkar, eru að eldast og svo getur farið
að þeir lifl ekki öllu lengur. Hádegis-
verðargestur hjá okkur sem fylgdist
með þeim dag nokkurn sagði við
okkur ,,Af hverju fáið þið ykkur ekki
gíraffakálf — Rothschildkálf, einn frá
Craigunum?”
í Austur-Afríku eru þrjár undir-
tegundir gíraffa: Masai gíraffinn, net-
gíraffinn og Rothschild gíraffinn. Roth-
schild gíraffar em sjaldgæftr í Kenya, að-
eins 180 em á Hfi, allir í Soy á Lewa
Downs sem er hinn risastóri búgatður
hjónanna David og Delia Craig. En sá
hluti landsbyggðarinnar var einmitt
skipulagður undir jarðyrkju og er nú
verið að skipta búgarði þeirra upp í
þriggja hektara einingar þar sem
afrískum fjölskyldum er ætlað að