Úrval - 01.12.1980, Side 99

Úrval - 01.12.1980, Side 99
GÍRAFFI SEM GÆLUDÝR 97 48 stunda tímamörkin liðu hjá. Jock og ég settumst við þann dapur- legasta hádegisverð sem við höfðum nokkurn tíma fengið, snerum síðan aftur til hesthússins í þeirri trú að við myndum nú líta Daisy lifandi í síðasta sinn. Þegar við opnuðum efri helming hesthússdyranna sáum við að jafnvel enn stærra tár hrundi nú af hvörmum hennar. Hún leit á okkur — síðan að því er virtist af tilefnis- lausu reis hún upp, gekk að mjólkur- skálinni, rak snoppuna ofan í skálina og drakk! Og drakk! Og drakk! Þegar hún hafði lokið úr skálinni sleikti hún bæði munn sinn og nef og leit í kring- um sig. Síðan beygði hún sig niður og kyssti Jock, eins og hún vildi þakka honum fyrir mjólkina. Frá þessu augnabliki hefur Jock verið „móðir hennar”. Við vorum í sjöunda himni. 4 klukkustundum síðar rak hún snoppuna niður í skálina á ný, full af ákafa, og svolgraði volgan vökvann græðgislega í sig — en á engan hátt tignarlega. Seinna tíndum við handa henni greinar þyrnitrjáa sem er aðal- fæða gíraffa. Hún var hæstánægð, en tii að byrja með vildi hún aðeins narta í gulu blómin, sem hún valdi af stökustu varfærni með purpurarauðri tungu sinni, en leit hvorki við litlu laufunum né þyrnunum. Að fylgjast með gfraffakálfinum.sínum borða gui blóm er eins og að horfa á lifandi afmæliskort. Nafnið Daisy hæfir henni fullkomlega — hún líkist virkilega blóminu Daisy (fífli) og hún brosir raunverulegu brosi. Eftir örfáa daga í viðbót hafði hún nægan þrótt til að vera flutt til Nairobi. Jock ók þessa 360 kílómetra án þess að stöðva. Daisy sat á strábing aftur í sendiferðabílnum, tjóðntð, með Kibbor og son okkar Rick sem er 27 ára til að annast sig. Á 30 kílómetra fresti eða svo tók hún sparklotur þannig að bíllinn leit ekki glæsilega út að innan eftir ferðina. Við höfðum byggt sérstakt skýli handa henni við útvegg hesthússins: 3 rimlaveggir með endavegg hest- hússins sem fjórða vegg, yfir heimingi skýlisins var þak en hinn hlutinn var opinn mót himni. Hún eyddi fyrsta degi sínum á Langata algjörlega á valdi forvitninnar. Öldungis óhrædd stóð hún með hálsinn bogadreginn, eyrun sperrt og augun horfðu einbeitt — á húsið hennar, húsið okkar, hesthúsið, txén, fólk sem átti leið hjá, bíla, böm úr ná- grenninu, sem að sjálfsögðu komu í heimsókn tii að sjá gíraffann okkar. Strax í upphafi greindi hún Jock og mig frá öllum öðrum og kom upp að rimlunum til að kyssa okkur hvenær sem við vomm í seilingarfjarlægð. Munnur Daisy er viðkomu eins og flauelskenndar fjaðrir — mjúkur eins og eyrnasnepill á hvolpi — og andar- dráttur hennar angar himneskt, hreint ótrúlega vel! Ég er stöðugt að kyssa hana, til að reyna að skilgreina ilminn: á máli ilmvatnssérfræðing- anna væri skilgreiningin ef til vill
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.