Úrval - 01.12.1980, Side 102
100
ÚRVAL
mjúkum og sveigjanlegum vörum,
valdi hún laufin og blómin en leit
ekki við hinum viðsjárverðu þyrnum.
Þar sem þymitré okkar hurfú nú
sem dögg fyrir sólu, urðum við fljót-
lega að senda garðyrkjumanninn
okkar, Kiptanui, tiJ að hnupla grein-
um þyrnitrjáa frá nágrönnum okkar
og vtðar. Þessir hnuplleiðangrar eiga
sét' enn stað, og Jock dauðskammast
sín fyrirþá.
A hverju kvöldi hafði Daisy smá-
skemmtisýningu fyrir okkur, en hún
var hennar eigin hugmynd. Hún var
vön að gægjast út undan tjörupapp-
anum sem hékk innan á skýli hennar,
hvarf síðan bak við hann á ný og
gægðist svo enn á ný fram fyrir. Að
því loknu var hún vön að koma
hlaupandi út, sparka löngu
leggjunum sínum í ótrúlegustu áttir,
þjóta síðan nokkra hringi um kvína á
leifturhraða og hendast að lokum í
felur á nýjan leik. Við vorum vön að
klappa, eða jafnvel hrópa húrra fyrir
henni, og það varð venjulega til þess
að Daisy endurtók alla sýninguna. Að
lokum fékk hún mjólkina sína og
lagðist svo til svefns.
Fyrstu vikuna voru hestarnir okkar
tveir lamaðir af skelfingu. Þar sem
dýr sem haida sig í hjörðum eru vön
öðmm dýmm nærri sér, höfðum við
vonað að hestarnir yrðu Daisy örlítil
sárabót. Hún var í rauninni afar
hrifin af þeim, en þeir skelfdust
hana. Smám saman vöndust þeir
henni þó, og fljótlega tóku þeir í sig
kjark, þegar hún var í hinum enda
kvíarinnar og fylgist ekki með þeim,
og stálu heyi úr bingnum í
skýli hennar.
Það tók Daisy ekki langan tíma að
þróa með sér alveg fastmótaðan
persónuleika. Skap hennar er afar
sveiflukennt: hún fær ólundarköst,
hlær, leikur sér, setur upp skeifu,
getur orðið frá sér numin af
hrifningu, er stíf, er sjálfsömgg, er
öryggislaus og sýnir í raun mörg
önnur persónueinkenni sem myndu
nægja til að gera hvaða sálfræðing
sem er mglaðan. Við lærðum fljót-
lega að snögg skapskipti em einkenn-
andi fyrir gíraffa. Dag nokkurn á
meðan hún var að drekka hádegis-
skammt sinn af mjólk hnippti hún í
þumalflngur Jock. Hann rétti
þumalinn upp og hún tók hann í
munn sér. Hún saug hann í um það
bil 30 sekúndur, drakk síðan og leit-
aði síðan aftur eftir þumlinum. Það
að sjúga þumal varð fljótlega þýðing-
armikill þáttur í dagiegu lífi Daisy.
Stundum þegar ég sat í kvínni hjá
Daisy og las bók meðan hún hvíldist,
var ég vön að rétta fram þumalinn og
hún tók hann og saug og starði um
leið á mig þessum stóru fögm augum
og ég starði á móti vitandi það, að
enginn gæti elskað hana meir en ég.
Svo fyrstu dagar Daisy vom eins
vel 'heppnaðir og heist varð á kosið.
Hún var hamingjusöm og framhaldið
lofaði góðu. En þá varð Daisy veik.
Við vomm að gefa henni mjólk,
blandaða vatni að einum þriðja, og
efnum eins og kalsíum, fosfati, beina-