Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
maður fengið sig til að þrýsta á
gikkinn? Og það fyrir skinn! Það að
ala Daisy hefur kostað mig meiri tíma
en uppeldi nokkurs hinna þriggja
barna minna. Mestur tími fer í það að
vera með henni svo hún verði ekki
einmana. Á hálftíma fresti eða svo fer
ég út að glugganum og kalla, „Hallð
Daisy — jih-húúú!” Síðan veifa ég
og kalla til hennar nokkur vingjarnleg
orð til þess að viðhalda hinu nána
sambandi okkar.
Samt sem áður virðist hún
skelfing einmana þarna úti, alveg án
leikfélaga (ég tel okkur Jock ekki með
í svona tilfelli). Það kom því aðeins
ein lausn til greina: Að fá annan
gíraffa.
Matarmiðar
„Ekkert sjálfsagðara,” sagði
Rutherfurd, þegar við fórum fram á
að hann fangaði annan gíraffakálf.
„Stórfínt,” sögðum við og var
ekkert að vanbúnaði. Fyrsta kvöldið
okkar á Lewa Downs fórum við öll í
safari-jeppa um svæðið til þess að
komast að raun um hvaða hjörð
glraffa hentaði best fyrir fyrirhugaðan
eltingaleik. Á ferð okkar sagði
Rutherfurd: ,,Þeir eru fælnir.
Bændurnir sem eru að setjast hér að
hljóta að hafa gert tilraunir til að
veiðaþá.”
Næsta morgun söfnuðumst við
saman á fyrirfram ákveðnum bletti. I
um 300 metra fjarlægð frá hjörðinni
var móðir með kálf, og voru þau bæði
að gæða sérá laufum þyrnitrjáa. ,,Við
tökum þennan,” sagði Rutherfurd og
með það sama voru hann og Kibbor
komnir á þeysireið í átt til gíraffanna
tveggja. I þetta skipti tókst þeim að
ríða í veg fyrir þá áður en þeim
tækist að sameinast hjörðinni. Eftir
'örskamma stund hurfu gíraffarnir
tveir á fullri ferð bak við hæð og
mennirnir tveir á hestbaki fylgdu fast
á eftir. Við skröltum áfram á mesta
mögulega hraða jeppans, sem var
ekki ýkja mikill.
Eftir að því er virtist óendanlegan
ríma birtist Rutherfurd algjörlega
útkeyrður, á rennandi sveittum
hestinum. „Þetta er karlkálfur,”
sagði hann. Við hröðuðum okkur
þangað sem hann var: örsmár kálfur,
aðeins fárra vikna gamall. En hann
var bráðþroska, því hann var þegar
farinn að gæða sér á laufum, en það
gera gíraffakálfar yfirleitt ekki fyrr en
þeir eru orðnir 6 vikna gamlir. Hann
var minni en Daisy hafði verið, ljósari
á litinn og hálf-kínverskur til
andlitsins: langt á milli augna og þau
hálf-skásett.
Ég snerti hann. Hann var mjúkur
sem silki. Ég knúsaði hann, gældi við
hann og varð ástfangin á nýjan leik.
Skyndilega urðum við vör við
hreyflngu í runnunum fyrir aftan
okkur. Og þarna stóð móðir kálfsins,
alveg tétt hjá. Hún virtist ringluð og
hjálpariaus, stóð þarna bara og
fylgdist með. Þá gerði Rutherfurd
vægast sagt ótrúlega uppgötvun —
móðirin var Suzannah hans sem hann