Úrval - 01.12.1980, Page 114

Úrval - 01.12.1980, Page 114
112 ÚRVAL kyssti hann og strauk og gaf honum síðan gulrót. Þetta var engan veginn endirinn á gremju Daisy í garð yngri gíraffans — hún var skiljanlega afar afbrýðisöm. En við vonuðum að með tímanum tækist með þeim vinskapur. Gíraffi í drápshug Vikurnar liðu og veðrið breyttist. Þegar sólin skein glaðlega á milli hellidembna, var eins og Daisy og Marlon, rétt eins og gróðurinn, tækju stökk í vextinum. Daisy var öll að þroskast og lendar hennar voru nú að verða þrýstnar og ávalar, og kálfahýjungur hennar var nú að breytast í skínandi feld þar sem fiðrildamunstrið hennar breytti um lit og varð dökkbrúnt. Þegar Marlon hafði eytt sjö vikum 1 kvlnni fannst okkur tími til kominn að sleppa honum frjálsum. Morgun nokkurn, tíu mínútum eftir að við höfðum sleppt Daisy út, opnuðum við hliðið á nýjan leik. Eins og af tilviljun tölti Marlon út úr kvínni og stóð þar fyrir utan alveg ruglaður. Þegar hann gerði sér grein fyrir frelsi sínu, tók hann kipp og hljóp í hringi. Daisy leit yfir til bans, sneri sér síðan aftur að vörtusvínunum sem hún hafði verið að fylgjast með. Þá skyndilega rykkti hún höfðinu til á nýjan leik eins og hún hugsaði, ,,Guð minn góður — barnið er á bann- svæði.” Hún leit á okkur Jock og svipur hennar var ólýsanlega spyrjandi og áhyggjufullur. Við fórum tii hennar og sögðum henni að allt væri í besta lagi. Þá kom Marlon yfír til okkar og kyssti okkur Jock eins og hann væri að þakka frelsið og síðan nuddaði hann sér upp við Daisy. Við vorum eins og ein hamingjusöm fjölskylda. Nákvæmlega eins og Daisy hafði einu sinni gert byrjaði Marlon að smakka á laufi, greinum og blómum, og hann þurfti að sjálfsögðu að rannsaka hið nýja umhverfi sitt. Stundum þaut hann yfír grasflötina á geysimiklum hraða, stansaði eftir 50 skref eða svo og kom síðan til baka á sama ógnvænlega hraðanum. Daisy fylgdist með honum af heimsborgara- iegu yfirlæti og byrjaði síðan á virðulegan hátt að elta hann hvert sem hann fór, eins og hún liti á það sem skyldu sína að gæta hans. Hún gekk með honum að hverju tré í garðinum, fylgdi honum að hverjum runna. Við vorum bókstaflega að springa úr ánægju. En þá kom áfallið. Fyrir utan garðinn hafði Jock afgirt talsvert svæði fyrir hestana með þremur eða fjórum vírstrengjum. Skyndilega lagði Marlon af stað á tals- verðri ferð og hljóp beint á vírana. Hann kastaðist til baka, hljóp á brott, sneri svo til baka og hlóp aftur á fullri ferð á vírana, og í þetta sinn tók hann bæði staura og vír með sér og flæktist í öl!u saman. Hamslaus barðist hann um og sparkaði þar til hann hafði losað sig, staulaðist á fætur og þaut í ofsahræðslu á brott.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.