Úrval - 01.12.1980, Page 117
GÍRAFFI SEM GÆLUDÝR
115
kenningu mína mun sú staðreynd að
gíraffarnir okkar eru færir um að
drepa, alltaf blunda í huga mér.
Óskaland
Önnur tilraunin til að veita
Marlon frelsi, sem átti sér stað
nokkrum dögum síðar, heppnaðist
fullkomlega. Hann og Daisy gengu
saman út úr kvínni, og á meðan hún
lagði í lokaatrennuna í gjöreyð-
ingu akasíutrésins unga, sem við
höfðum gróðursett af svo mikiili
natni einu ári áður, fór Marlon í
nokkur æfingahlaup, og hélt hann sig
alltaf í ákveðinni fjarlægð frá hesta-
girðingunni, sem hafði nú verið
endurreist úr bambus til þess að hún
sæist betur. Um kvöldið gengu þau
hlýðin aftur inn í kvlna, þremur
mínútum fyrir kvöldverðartíma. Eftir
þetta lögðust þau til svefns á hverju
kvöldi þegar dimma tók, þangað til
við ákváðum að þau væru orðin nógu
gömul til þess að eyða nóttunni úti
undir berum himni. Nú sofa þau
úti á grasflötinni okkar.
Við höfðum gert ráð fyrir því að
umgangur við Tom, Dick og Harry
myndi gera þau villtari. I þess stað
urðu gömlu gíraffarnir gæfari. Tom
gekk meira að segja einn daginn inn 1
kvína og stóð við hliðina á Daisy og át
með henni kálfafæðu hennar. Þó að
Daisy og Marlon séu frjáls að því að
koma og fara að' vild, þá láta þau sér
yfirleitt nægja svæðið fyrir framan
húsið okkar. Það er algjör undan-
tekning ef við höfum þau ekki í
augsýn.
Stundum fara þau í eltingaleik
hvort við annað. Annað þeirra ,,er
hann” þá og eltir hitt á geysilegum
hraða. Síðan stansa þau og mása um
stund, skipta um hlutverk og þjóta
síðan af stað á nýjan leik. Annar
leikur hjá þeim er að hlaupa saman á
fullri feið — en þá gæta þau þess að svæði
þau sem rekast saman séu vöðva-
mikil svæði, þannig að höggið
dempist. Eina vandamálið í
sambandi við þennan leik er að þau
eiga það enn til að leika hann við Jock
og mig. Að sjálfsögðu erum við að
vissu leyti hreykin af þessari upphefð
okkar, en með hverjum deginum
verður það hættulegra fyrir okkur að
taka þátt í þessum leik, því gíraffarnir
og hófar þeirra stækka stöðugt.
Sem betur fer reynist það okkur
Jock nú auðveldara en áður að meta 1
hvers konar skapi gíraffarnir eru og að
vita hvort þeim er leikur í hug. En
það er aldrei um neina vissu að ræða
hjá okkur. I tíu daga í röð getur allt
gengið eins og best vetður á kosið, en
svo skyndilega á ellefta degi, algjör-
lega að tilefnislausu, að því er virðist,
gera gíraffarnir allt á rangan hátt, eða
þeir gera yfír höfuð ekki neitt. Ég hef
það stöðugt á tilfinningunni að við
höfum enga stjórn á þeim.
Við höfum ekki á nokkurn hátt
reynt að aga þá. Því vonum við heitt
að þeir muni halda áfram að vera
háðir matnum sem við gefum þeim.
Daisy var „mjólkuralkóhólisti” þegar