Úrval - 01.12.1980, Side 121

Úrval - 01.12.1980, Side 121
NÝR ROBINSON KRÚSÓ 119 klukkustundum. Það var mjög kalt og ég varð að halda á mér hita með því að róa. Ég hélt seglataumnum föst- um með tönnunum og reri einni ár eins og ég væri á kajak. í dögun sá ég eyjaklasann. Það merkti, að ég hafði lagt að baki um 40 mílur og að eyjan, þangað sem ég ætlaði, var um 20 mílurí burtu. Ég var orðinn óendanlega þreyttur, þar sem ég hafði ekki getað hreyft mig neitt að ráði í 24 stundir. Þess vegna tók ég stefnuna á næstu eyju. Ég ákvað að taka ekki farangurinn úr bátnum þar heldur aðeins að rétta úr mér og hita mig upp og sigla síðan áfram til hentugri staðar. Ég tók þungan bakpokann upp úr bátnum og dró hann upp á sandströndina. Eftir nokkra umhugsun tók ég byss- una með. Þrýstilofabyssan, sem var ætluð til veiða neðansjávar, var líka hentugt vopn á landi. Og þegar allt kom til alls var ég að stíga fótum á ókunna strönd. Allt í einu skutust tvær vænar akur- hænur undan fótum mér. Þetta kom róti á veiðimannablóðið í mér. Ég setti skutul í byssuna og tók að læðast á eftir fuglunum. En akurhænurnar hlupu frá runna til runna, leiddu mig burt frá bátnum og hurfu loks í há- vaxið grasið, sinuna frá síðasta ári. Sogalda Þegar ég stundu síðar var á leiðinni aftur að bátnum mínum, Argonaut, sá ég álengdar bát undir seglum um 400 metra frá ströndinni. Þetta var óvænt. Hver gat verið að koma? Þá laust uggvænlegri hugsun eins og eldingu niður í hug minn: Þetta var Argonaut! Sogalda! flaug mér í hug. Skyndi- legt aðfall og útsog hafði lyft bátnum mínum á flot og hann rekið frá fyrir vindinum. Ég þaut að bakpokanum, þar sem ég átti sundblöðkumar geymdar. Ég fór úr fötunum nema ullarpeysunni, sem ég var í til þess að haida á mér hita. Þegar ég hafði synt um 20 metra sneri ég hins vegar við, og mér skolaði upp að ströndinni eins og korktappa. Mér lá við köfnun í vatninu, sem var aðeins átta eða níu gráða heitt og það lamaði vöðva mína. Báturinn var aðeins skammt undan, en ég var of þróttlaus til þess að yfirstíga þessa köldu hindmn. Ég hljóp fram og aftur um strönd- ina til þess að leita að tunnu, trjábol, planka eða öðru, sem ég gæti notað í fleka til þess að sigla á út að Argonaut. En því miður, það eina sem ég fann, vom fáeinir smáteinar og korkstykki úr netum fiskimanna. Það kðlnaði mjög. Ég tók upp úr bakpokanum og breiddi úr eigum mínum, sem ég átti eftir: Byssa, sundfítjar, andlitshlíf, pípa, veiði- hnífur, vasahnífur, úr, sjónauki, kort, blýantur, rakáhöld, nálar og þráður, hálfur brauðhleifur, tepakki, 22 sykurmolar, sex laukar, tveir hvít- laukar, átta eldspýtustokkar og fötin sem ég var í. Það væri að sjálfsögðu ekkert vandamál að liggja úti þar sem hlýtt er í veðri eða í skógi. En þama
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.