Úrval - 01.12.1980, Síða 122
120
ÚRVAL
var ekkert brenni. Það eina sem hægt
var að brenna voru brúskar af reyr og
hávaxinni sinu, sem fuðraði upp á
nokkrum mínútum.
Ég fann á ströndinni ryðgaða dós,
sem ég fægði með sandi og hitaði te í.
Það hlýjaði mér og ég róaðist
nokkuð. Ég hugsaði um, að aðstaða
mín hefði verið miklu verri, þegar ég
var stríðsfangi i útrýmingarbúðum
Hitlers, er ég var 19 ára gamall.
Fiskimannaþorpið var, þegar allt
kom til alls, ekki svo langt undan.
Einhver hlaut að sigla hér framhjá og
bjarga mér.
Húsnæðisvandræði
Fjögurra til fimm metra hár reyr,
giidur eins og mannsfingur, óx í
mnnum. Ég valdi stxrsta mnnann,
sem var um þrír metrar í þvermái.
Með hnífnum skar ég sundur ieggina
innan í mnnanum, batt leggina, sem
eftir stóðu, saman að ofan og klæddi
„veggina” með sinu. Útkoman var
eitthvað, sem heist líktist indlána-
tjaidi. Á gólfíð breiddi ég þurra sinu.
Það var rúmið mitt. Kaldur vindur
blés og nísu mig inn að beini. Ég gat
ekki hætt að skjálfa.
Undir morguninn var allt þakið
hélu. Mótstöðuafl mitt gegn kuld-
anum var á þrotum. Ég varð að fara á
fætur til þess að hlýja mér og brenndi
hluta af kofanum og sinunni. Ég svaf
stundarkorn, en vaknaði um leið og
eldurinn kulnaði.
Næsta dag byggði ég mér leirkofa.
Hann var nógu stór til þess að ég gæti
setið og legið í honum. Eg gerði mér
litlar hlóðir. Nú átti ég heimili.
Argonaut rak fyrir vindinum yfír
Aralvatn, sem er stærra að flatarmáli
heldur en lýðveldið mitt, Litháen. Ég
hugleiddi, hver myndi hreppa allar
niðursuðudósirnar, haframélið, teið
og sykurinn, og hvað sá myndi halda,
sem fyndi bátinn minn. Allt myndi
benda til þess, að ógætinn fiski-
maður hefði faUið fyrir borð og
drukknað. Ég komst að þeirri niður-
stöðu, að maðurinn myndi áreiðan-
lega láta lögregluna vita. Og ieitar-
flokkur yrði sendur af stað.
Safnað kröftum
Ég komst að þeirri niðurstöðu, að
ég hefði tvo möguleika til þess að lifa
af. I fyrsta lagi, að einhver kæmi og
bjargaði mér. í öðru lagi, að ég
þjálfaði mig eins og menn, sem
stunda böð niður um ís. Þá myndi ég,
með góðri byssu og talsverðri reynslu í
neðansjávarveiðum, geta aflað mér
nægilegs fisks.
Þeir, sem stunda böð niður um ís,
þjálfa sig í margar vikur áður en vetur
gengur í garð. Hjá þeim lækkar hita-
stig lofts og vatns hægt og ómerkjan-
lega. Ég varð hins vegar að byrja
skyndilega við átta gráða hita og
ljúka þjálfuninni á einni viku. Auk
þess var ég á hungurfæði.
Þar sem ekki var um neitt að velja
ákvað ég að fyrir mér væri ekki lengur
til neitt sem héti kalt vatn og siæmt
veður.
Ég setti mér fyrir harðar æflngar