Úrval - 01.12.1980, Side 124
122
ÚRVAL
litinn eins og bráðinn kopar. Ég
hugsa að vindurinn hafi feykt neistum
úr hlððunum í grasið.
Nú, hugsaði ég, munu menn á
Tailakjegen áreiðanlega sjá reykinn
og koma til þess að sjá, hvað er að
gerast.
Hvernig var kofinn minn? Ég hljóp
yfir grassvörðinn, sem logarnir
sleiktu. Allur gróður á eynni var
brunninn. Ekki grasblað eftir til þess
að kveikja eld, ekki runni, sem gæti
veitt skjól fyrir vindinum. Ekkert
nema auðn og tóm.
Ég ákvað að yfirgefa eyna. I
hreinskilni sagt hafði ég hugsað um
það frá upphafi að breyta um dvalar-
stað. Fjarlægðin til næstu eyjar var
um 700 metrar. I hlýju vatni var það
20 mínútna sund með allan minn
farangur meðferðis. Nú hins vegar var
vatnið enn mjög kalt, þótt sólskinið
væri þegar orðið hlýtt.
Lagt af stað
Ég pakkaði saman öilum eigum
mínum, sem ég átti eftir, og setti þær
á lítinn fleka, sem ég hafði áður búið
til úr sverðfiskroði og notað sem
björgunarfleka við neðansjávarveiðar,
og síðan lagði ég af stað til næstu
eyjar
Eg synti í fötunum og ýtti
flekanum á undan mér og sóttist
seint. Kuldinn smó dýpra og dýpra
inn í líkama minn og getði mér örðugt
um andardrátt. Ég varð hræddur, en
ég held það hafí einmitt verið
hræðslan sem bjargaði mér. Likt og
reiði veldur hræðsla því, að kirtlar I
líkamanum gefa frá sér adrenalín,
hvata, sem leysir úr læðingi varaafl
líkamans. Ég skildi, að tækist mér
ekki að koma lagi á öndunina á ný,
myndi ég deyja. Ég velti mér á bakið
og losaði um fötin í hálsinn. Þá tókst
mér að anda djúpt. Ég synti hægt og
nuddaði hálsinn með annarri
hendinni. Ég náði litla flekanum
mínum, sem hafði rekið burt frá mér,
og hélt áfram að synda í átt til næstu
eyjar.
Heimþrá
Vorið í sovésku Mið-Asíu hefst
skyndilega. Sterkur, heitur vindur
blæs frá grannríkinu Afganistan.
Þessi vindur, sem nefndur hefur verið
„Afghani”, veldur sandstormum í
eyðimörkinni og stormum á Aral-
vatni. Vatnið varð gruggugt en það
gerði ekkert. Ég átti birgðir af
þurrkuðum físki. Það eina, sem var
að, var að steppunagdýr sækja í
matvæli, hvar sem þau eru falin.
Mánuður var liðinn. Erfíðustu
dagarnir voru að baki. Með hverjum
degi sem leið hlýnuðu loft og vatn.
Nú þjakaði einmanaleikinn mig í
vaxandi mæli. Ég fór að tala við
sjálfan mig, við físka, fugla og skrið-
kvikindi.
I hlýju ioftinu gufaði upp hálf-
ferskt yfirborðsvatnið. Ég gróf brunn,
en vatnið í honum var ekkert betra en
í sjálfu vatninu. Það varð aðalvanda
málið að afla drykkjarvatns. Á