Úrval - 01.12.1980, Page 125
NÝR ROBINSON KRÚSÓ
123
morgnana var þykkur börkurinn á
greinum runnanna þakinn silfur-
litaðri dögg. Það voru birgðir mínar
af ferskvatni. Ég safnaði henni saman
og tók stóran sopa en gretti mig
hræðilega: Döggin reyndist enn
saltari en vatnið í stöðuvatninu. í
grenndinni voru saltfen.
Ég óttaðist að ég þyrfti að berjast
við snáka. Ég hafði heyrt að mjög
mikið væri af snákum á þessum
slóðu, að það væri einn snákur á
hvern fermetra lands umhverfis Aral-
vatn. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi
verið ýkjur, en snákafjöldinn þarna er
ægilegur.
Á næturnar heyrðust hljóð, er
líktust ,,psj”, ,,psj”, eins og þegar
regndropar falla á eldsglæður. Þessi
hljóð eru skrjáfíð í hreistrinu á
höggormunum, er þeir skríða. Öðru
hvoru heyrði ég dauðavein nagdýra,
sem snákarnir höfðu hremmt.
Synt milli eyja
Með hjálp landakortsins gerði ég
uppdrátt að áföngunum á leiðinni til
byggðu eyjarinnar. Leið mín lá um 16
eyjar. Sundin á milli þeirra voru frá
500 metra og upp í 3.5 kílómetra
breið. Ég fyllti sverðfiskaroðsflekann
afþurrkuðum fiski.
Ég synti allsber yfir mjórri sundin.
Það var auðveldara þannig. Yfír þau
breiðari synti ég í fötunum. Það var
hlýrra.
Áður en ég lagði í breiðustu sundin
varði ég heilum degi til þess að kynna
mér leiðina, hvílast og endurnýja
birgðir mínar af þurrkuðum fiski. Ég
svaf við eldinn. Á morgnana var mér
ákaflega kalt. Ég var kvalinn af þorsta
og ég missti matarlystina.
Á leiðinni yfir eitt sundið skall á
stormur. Öldurnar brutu flekann
minn og byssan mín og skórnir sukku
til botns.
Ég fann ekki lengur fyrir
blöðkunum á fótunum. Allir vöðvar
mínir voru dofnir af kulda. Mér
fannst ég tilfinningalaus. Ég missti
tímaskynið. Ég átti erfítt með að gera
greinarmun á hálftíma og hálfum
öðrum ríma. Ég fékk uppsöluköst.
Ég gat vart andað . . .
Ég man ekki lengur hvernig ég
komst til stærstu eyjarinnar. Tíu daga
ferðalagi yfir sundin var lokið.
Samkvæmt kortinu var vega-
lengdin til byggðarkjarnans, sem
nefndist Sjeik-Aman, um 130 km. Ég
var svo heppinn að á öðrum degi rakst
ég á fjárhirða með stóran fjárhóp.
Þeir gáfu mér mat, sem þeir voru
með. Hjá þeim frétti ég, að
fiskimannaþorpið á Tailakjegen væri
fyrir löngu komið í eyði vegna þess,
hve vatnið var orðið grunnt.
□ □ □
Á járnbrautarstöðinni sá ég vog. Ég
steig á hana. Þyngd mín var
nákvæmlega 71 kíló. Áður hafði ég
verið 86.