Úrval - 01.12.1980, Qupperneq 129
127
Kona nokkur var að dreifa símaskránni. Hún kom að húsi með lítilli
verönd en á henni var gríðarstór hundur. Hún ákvað að stinga síma-
skránni milli rimlanna á veröndinni og banka í gluggann. Þegar hún
var að fara heyrði hún ókennileg hljóð og leit við og sá þá hundinn
rífa hana í sig. Þess vegna sneri hún við og skildi aðra eftir.
I sama bili keyrði vöruflutningabíll upp að húsinu og maður
nokkur kom út úr bílnum og gekk til hennar: „Ertu að dreifa
símaskránni?” spurðihann.
,Já,” svaraði hún. ,,Ég skildi eina eftir handa þér og aðra fyrir
hundinn.”
„Mikið er ég feginn,” svaraðiþámaðurinn. ,, Síðastliðið árfékkég
enga, bara hundurinn.” -L.O.
Að vinna í endurskoðunardeild banka getur þýtt langan vinnudag. I
matartímanum kvöld nokkurt sagði yfirmaður okkar er hann var að
leggja línur næsta dags um það hvernig hann ætlaði að gera skyndi-
könnun: ,,Fyrst tökum við gjaldkerana,” sagði hann, ,,svo hirðum
við peningana.”
Stundyíslega klukkan átta næsta morgun mættum við — en vorum
handtekin og flutt á lögreglustöðina. Seinna fengum við að vita að
óeinkennisklæddur lögreglumaður hafði heyrt til okkar kvöldið áður,
er hann hafði setið skammt frá okkur á veitingahúsinu þar sem við
vorum vön að borða. -D. K.
Eg vann í líilli pappírsverksmiðju við ráðgjafarstörf fyrir þá sem vom
að komast á eftirlaun. Dag nokkurn kom gamall mylluverkamaður
inn á skrifstofuna til mín til að undirrita nokkur skjöl, en hann var að
komast á eftirlaun. Hann þurrkaði af óhreinni hendinni í vinnu-
gallann sinn áður en hann tók við pennanum sem ég rétti að honum.
Þegar hann hafði undirritað lagði hann pennann frá sér og sagði:
, ,Nú langar mig að hitta stúlkuna. ’ ’
Hlessa spurði ég: „Hvaðastúlku?”
„Stúlkuna sem er búin að vera hérna miklu lengur en ég,” svaraði
hann. „Ég veit ekki hvað hún heitir, en í öll þessi 41 ár, sem einhver
mistök hafa orðið á með launagreiðslur eða þvílíkt, hafið þið alltaf
sagt við mig: , ,Stúlkan á skrifstofunni hefur gert þetta. ’ ’ -V.K.