Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 14

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 14
: t Þversnið af húsinu frá suðri. Þjónustu- miðstöð á Vestur- götu 7 14 • VESTURBÆR Eins og vegfarendur hafa orðið varir við er kominn geysidjúpur og mikill húsgrunnur á horninu á Vestur- götu og Garðastræti. Þessi grunnur boðar töluverð tíðindi fyrir Vesturbæ- inga því að þarna kemur til með að rísa í sumar nýtísku þjónustumiðstöð og íbúðir fyrir aldraða og auk þess verður í húsinu heilsugæslustöð. Þegar þetta hús verður komið í gagn- ið mun gamli Vesturbærinn því ekki einungis geta státað af elsta elli- heimili landsins heldur einnig hinu yngsta. Arkitektar hússins eru þeir Stefán Örn Stefánsson og Hjörleifur Stefánsson og mun tekið fullt tillit til nálægrar byggðar í hönnun þess. Til gamans skal þess getið að klæðning hússins verður slípað Reykjavíkurgrágrýti sem mun nokkur nýjung hérlendis. Tvær neðstu hæðir hussins sem aö nokkru leyti eru neðan- jarðar eru ætlaðar undir bílageymslur og verður ekið inn í þær frá Mjóstræti. Heilsugæslustöðin verður í þeirri álmu sem liggur að Garðastræti en þjónustu- miðstöð í þeim hlutanum sem liggur að Vesturgötu og Mjóstræti. í heilsugæslu- stöðinni er gert ráð fyrir fjórum starfandi læknum, tveim hjúkrunarfræðingum auk heimahjúkrunar. Skoðunarherbergi verða sex auk rannsóknarstofu og ýmissa aukaherbergja. í þjónustumiðstöð fyrir aldraða er m.a. gert ráð fyrir hársnyrtingu, sjúkrabaði, fótsnyrtingu, hvíldarherbergi, hreyfisal með sjúkra- þjálfun, föndurherbergjum, setustofu, matsal og framleiðslueldhúsi auk aðstöðu heimilishjálpar og félagsfræðings. íbúðir hússins eru 24 talsins og er bæði um að ræða 50 fermetra hjónaíbúðir og 36 fermetra einstaklingsíbúðir. Með hjóna- íbúðum fylgjarúmgóðar svalir en fransk- ar svalir einstaklingsíbúðunum. i

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.